Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Jón Hallur Jóhannsson og Björk Guðjónsdóttir ÁHRIF MINKS Á TEISTUVARP Á STRÖNDUM Ifyrri grein var fjallað um rann- sókn sem höfundar gerðu á varpútbreiðslu og stofnstærð teistu (Cepphns grylle) í Strandasýslu sunnan Ingólfsfjarðar.1 Sýnt var fram á mikla fækkun í varpstofni teistu á rannsóknarsvæðinu frá því um miðbik 20. aldar og að mörg teistuvörp hafa liðið undir lok. Einnig var getið nokkurra umhverf- isþátta sem hver um sig eða sameig- inlega kunna að hafa stuðlað að hnignun teistustofnsins, þar á meðal afrán minks (Mustela vison). Hér verður fjallað um sex teistu- vörp sem vöktuð voru 1996-2005 og þau áhrif sem afrán minks hafði á þau. Beinar rannsóknir á áhrifum minks á fuglastofna hér á landi hafa ekki verið gerðar til þessa svo vitað sé. Ekki er okkur heldur kunnugt um að áhrif minks á ferskvatns- fiska, t.d. lax og silung, hafi verið rannsökuð hér á landi. Rannsókn sem gerð var í Noregi bendir til að þau kunni að vera nokkur við til- teknar aðstæður, þ.e. á laxa- og urriðaseiði í litlum vatnakerfum þar sem þéttleiki er mikill.2 Engu að síð- ur hefur oft verið gefið í skyn að minkur hafi áhrif á íslenskt líf- ríki.'*-4-5'6'7 Vöktun teistubyggða hefur hvergi farið fram nema í Flatey og nálægum eyjum á Breiðafirði en þar er ekki minkur.8-9 VÖKTUÐU SVÆÐIN Strándlengjan frá Skeljavík að Broddanesi spannar að mestu nú- verandi varpútbreiðslu teistu í Strandasýslu sunnan Ingólfsfjarðar og þar eru um 98% varpstofnsins.1 Varpsvæði er hér notað um svæði sem teistuvarp er á (e. colony) og kennt við jarðir eða þekkt kennileiti, en innan varpsvæðis geta hreiður verið hnappdreifð og er hér nefnt byggð (e. subcolony).1 Sex varpsvæði, eða hlutar þeirra, voru valin til vöktunar, afmörkuð og skilgreind. Þau dreifast á u.þ.b. 42 km strandlengju þannig að tvö þeirra eru hvort á sínum enda aðal- útbreiðslusvæðisins en fjögur þar á milli. Fjögur svæðanna eru við sunnanverðan Steingrímsfjörð, nefnd Skeljavík, Húsavík, Kirkjuból og Heydalsá, og tvö sitt hvoru megin við mynni Kollafjarðar, nefnd Kollafjarðarnes og Broddanes (1. mynd). A þrem varpsvæðum (Skeljavík, Húsavík, Broddanes) var ein byggð vöktuð en í hinum þrem voru fleiri en ein byggð teknar til vöktunar og fór það m.a. eftir stærð byggða og aðgengi. Fæstar voru 17 holur vaktaðar á varpsvæði (Skelja- vík) en flestar 99 (Kirkjuból). Fjöldi þekktra (merktra) varphola miðast við árið 2005. Vöktunin náði yfir tíu ára tímabil, 1996-2005, að undan- skildu árinu 2003 er ekki tókst að ljúka athugunum í þrem vörpum (Húsavík, Heydalsá og Kollafjarð- arnesi) sem falla því úr það ár við heildarúrvinnslu gagna. MlNKURINN Þegar við unnum að rannsókn á varpútbreiðslu og stofnstærð teistu á Ströndum á árunum 1995-2005 ásamt ungamerkingunV urðum við Náttúrufræðingurinn 76 (1-2), bls. 29-36, 2007 29

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.