Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 43

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags tengi vera tvennskonar: aðaltengi og aukatengi. Kenningum hans var fálega tekið í meira en áratug, en þær „slógu í gegn" á skömmum tíma þegar Werner tókst24 að búa til tiltekið flókið lífrænt efnasamband með mikla optíska virkni. Var það í samræmi við tilgátur hans en í mót- sögn við fyrri kenningar annarra. Sömuleiðis sýndu Werner og aðrir fyrir 1915 að mörg frumefni auk kolefnis gætu myndað ósamhverfar sameindir í kringum sig. Við þetta er sagt að hafi fallið hinir síðustu þeirra múra sem höfðu löngum að- skilið lífræna og ólífræna efnafræði. Jafnframt opnuðust þá smám saman möguleikar á smíði áður óþekktra efnaflokka og eru hin fjöl- hæfu silíkonsefni einn þeirra. Hlaut Werner Nóbelsverðlaun 1913 fyrir framlag sitt, sem hefur haft afar mikla þýðingu í efna- og lífefnavís- indum, efna- og lyfjaiðnaði, land- búnaði og víðar. S KAUTUNARSMÁS JÁR Eins og fyrr var nefnt voru smásjár með innbyggðum ljósskautunar- búnaði fyrst framleiddar að ráði á áttunda áratug 19. aldar og þá til rannsókna á steindum. Þær urðu eitt mikilvægasta rannsóknatæki jarðvísindamanna í marga áratugi og gera enn mikið gagn á þeim vett- vangi. Efnafræðingar og líffræðing- ar urðu flestir seinni til en jarðvís- indamennirnir að nýta sér þessa tækni, þótt D. Brewster hafi til dæmis sýnt fram á það snemma á öldinni25 að í augasteinum og víðar í lífrænni náttúru væru til staðar efni með tvöfalt ljósbrot. Nokkrir líf- fræðingar höfðu síðan séð um eða fyrir 1850 að smásjárskoðun með skautuðu ljósi gæti auðveldað greiningu á ýmsum atriðum, svo sem hvort agnir í sýnum væru úr kristölluðu efni (og þá oftast með tvöfalt ljósbrot) eða ekki. Einn þeirra var C.G. Ehrenberg (2. mynd) sem var mikilvirkur í rann- sóknum á örverum,26 m.a. í jarð- vegssýnum frá Islandi og víðar og í ryki frá eldgosum eða eyðimörkum. Af þeim sem tóku að skoða vefi úr lífverum í skautunarsmásjám upp úr miðri 19. öld má nefna E. Brucke27 (5. mynd), H. v. Mohl og G. Valentin.28 Var þar um auðugan garð að gresja þótt hugmyndir um ástæður tvöfalds ljósbrots í sumum þessara vefja væru nokkuð á reiki. C. Naegeli, sem kannaði jurtavefi í skautunarsmásjá,29 setti fram kenn- ingu um að í þeim væru agnir, sem hann nefndi Micelle, með vissa eig- inleika kristalla. Þetta var lengi um- deilt en síðar staðfest að verulegu leyti. Yfirleitt höfðu menn reiknað með að lítið væri um eiginleg kristölluð efni í jurtum, en J. Boro- din30 fann þar með skautunarsmásjá fyrstur manna kristalla af efnum skyldum blaðgrænu. Eftir aldamótin 1900 jókst mjög áhugi á efnafræði stórra sameinda og annarra agna í vatnslausn, enda fara efnaferli í frumum gjarna fram á því formi. Skautunarsmásjár lögðu talsvert af mörkum við rannsókn þessara efna31 sem má kalla svif- efni (þ. Kolloide). Með vissum endurbótum á bergfræðismásjánum 6. mynd. Smásjá frá 1902 með Nicol-prismum ofan og neðan við pallinn sem sýni situr á. Þessi tegund32 var hönnuð samkvæmt ráðleggingum lífeðlisfræðitigsins Th. W. Engel- manns. Uppi t.h. sést Iwernig bygging sýnis affljótandi kristalli kemur fram í sltkum búnaði, en í venjulegri smásjá sæjust þar hvorki lita- né Jjósstyrksbreytingar (mynd úr wikipedia.org, stærð áætluð um 1 mm). - A polarizing microscope designed for use by biologists. The inset shows hozv structures in a sample of liquid crystals appear in such an instrument. 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.