Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 75

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 75
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags brautum og ekki á sama brautarfleti og hinar reiki- stjörnurnar. Sú krafa var því gerð að Eris og jafnvel fleiri hnettir yrðu viðurkenndir sem fullgildar reiki- stjörnur. Eftir miklar umræður og deilur í alþjóðasam- tökum stjörnufræðinga varð niðurstaðan sú að hafna þessum kröfum en fella Plútó þess í stað úr tölu reiki- stjarna. Niðurstaðan er sem sé sú að leitin að tíundu reikistjörnunni endaði með því að reikistjörnunum fækkaði úr níu í átta! Stjörnufræðingar hafa skilgreint nýjan flokk himin- hnatta sem kallast dvergreikistjörnur. Til hans teljast Plútó og Eris og auk þeirra Ceres, stærsti hnöttur smá- stirnabeltisins milli Mars og Júpíters. Gróðurfar Gróður tók víða seint við sér og frjókornadreifing fór hægt af stað vegna ríkjandi kulda í mars, apríl og langt fram í maímánuð. Óvenjulegar aðstæður ríktu í upphafi frjótímans í maí, þegar mikill fjöldi frókorna barst til landsins með hlýjum loftmassa frá skógum á meginlandi Evrópu. Dagana 9. og 10. maí mældust því fleiri birkifrjó í Reykjavík en að öllu jöfnu mælast á heilu sumri. Sumarið reyndist að lokum það frjórík- asta í Reykjavík frá upphafi mælinga 1988 og munaði þar mikið um birkifrjóin frá Evrópu. Blómgun grasa var óvenju sein og ekki fór að bera á grasfrjóum í lofti fyrr en í lok júlí og hámarki náðu þau í ágúst. Hlýindi fram eftir hausti gerðu það hins vegar að verkum að grasfrjó mældust í lofti langt fram í september. Óvenjukalt vor norðan heiða hafði þau áhrif að birki blómgaðist ekki fyrr en í lok maí og birkitíminn á Akureyri stóð aðeins yfir í tvær vikur. Grasfrjó voru einnig í lágmarki og þegar upp var staðið reyndist frjómagn í andrúmsloft á Akureyri vel undir meðal- lagi á árinu. Astand sjávar Hiti og selta í yfirborðslögum sjávar norðan og austan við landið var almennt um meðallag en sunnan við land hélst hvort tveggja áfram vel yfir meðallagi eins og verið hefur undanfarin ár. Sinubruni á Mýrum Miklir þurrkar ríktu á Vesturlandi í lok marsmánaðar og eftir langvarandi þurrka kviknuðu margir sinu- brunar þann 30. mars víðsvegar á stóru svæði. Mestur varð bruninn á Mýrum í Borgarfirði. Þar breiddist eld- urinn hratt út í þykkum og þurrum sverðinum. Illa gekk að ná tökum á aðstæðum og þegar yfir lauk, að- faranótt 2. apríl, voru um 70 ferkílómetrar gróins lands sviðin jörð og var bruninn sá allra mesti sem um getur í rituðum heimildum hérlendis. Nokkur uggur vaknaði um áhrifa brunans á lífríkið og þá sérstaklega á gróðursamfélög, smádýralíf og afdrif fugla, enda eru Mýrarnar eitt stærsta votlendi á íslandi og mikilvægt Brnnninn og óbrunninn svörður á Mýrum í Borgarfirði. Ljósm.: Hlynur Óskarsson. varplendi margra fuglategunda. Náttúrufræðistofnun var falið að fylgjast með gróðurframvindu og lífríki svæðisins í kjölfar brunans. Fjalldrapi og bláberjalyng fóru illa í brunanum en fyrstu niðurstöður vöktunar dýralífsins bentu til að afleiðingar brunans væru ekki eins miklar og óttast mátti í fyrstu. Smádýr sem söfn- uðust í gildrur voru mun fleiri á brunnum svæðum en óbrunnum og þar var fjölbreytileiki tegunda einnig meiri. Er það talið skýrast af því að eftir brunann hafi dýrin ferðast í sverðinum í stað þess að dreifast niður í sinuna. Þéttleiki flestra fuglategunda var svipaður á brunnu svæði og óbrunnu en hrossagaukur og þúfu- tittlingur skáru sig úr og voru marktækt algengari á brunnu landi en óbrunnu. Er það talið stafa af bættum fæðuskilyrðum. Langtímaáhrif brunans á Mýrum eiga enn eftir að koma í ljós og stefnt er að því að fylgjast með framvindu lífríkisins á svæðinu næstu ár. Steinsugur herja á sjóbirting Mikið bar á því að sjóbirtingur úr ám í Vestur-Skafta- fellssýslu bæri sár eftir bit sæsteinsugu (Petromyzon marinus). Tilfellin voru aðallega bundin við vatna- svæði Kúðafljóts en sáust þó víðar. Samkvæmt upplýsingum frá Benóný Jónssyni, starfsmanni Veiði- málastofnunar, báru allt að 80% fiska úr afla veiði- manna slík sár. Við eftirgrennslan kom í ljós að sams- konar sár hafa sést á sjóbirtingi á svæðinu allt frá árinu 2004 en aldrei sem nú. Sæsteinsugan er frum- stæður fiskur af flokki hringmunna. Hún hrygnir í fersku vatni og uppvaxtarár fisksins eru í ferskvatni. Fullorðnar steinsugur lifa hins vegar í sjó og lifa þær sníkjulífi á stærri fiskum og hvölum. Megin- útbreiðslusvæði steinsugunnar liggur allajafna nokk- uð sunnan Islands og algengt er að hvalir sem hingað koma sunnan úr höfum beri nýleg sár og jafnvel 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.