Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 34
Náttúrufræðingurinn Ar - Year Byggð - Colony o 1 Minkur - Mlnk 4. mynd. Meðalurpt (a,b,c), meðaltal klakinna (d,e,f) og fleygra unga (g,h,i), skipt eftir árum, varpsvæðum og því hvort minkur heim- sótti varp (1) eða ekki (0). Ferningur sýnir meðaltal, kassi ± eina staðalskekkju og strik er staðalskekkja x 1,96. - Mean clutch size, mean number ofhatched chicks and fledged chicks divided by years and whether mink visited colony (1) or not (0). Square indicates mean, box ± one standard error and line indicates standard error x 1.96. en það sem skiptir þó sköpum um það hversu margir ungar komast upp er hvort minkar sæki í viðkom- andi varp eða ekki. Áhrif minka á teistuvarp virtust einkum fólgin í því að koma í veg fyrir varp ef þeir voru á svæðinu við upphaf varp- tíma, að trufla álegu ef þeir komu á svæðið eftir að fuglar voru almennt orpnir og að drepa unga í stórum stíl ef þeir komu fyrst í varp á unga- tíma. Einnig kom fyrir að fullorðnir fuglar fyndust minkbitnir í varphol- um á eggjatíma (2. mynd, 1. tafla). Fleira en minkur kemur vafalaust til álita varðandi hnignun teistu- stofnsins og er fjallað um það í fyrri grein.1 í því sambandi er athyglisvert að teistu hefur fækkað í Flatey á Breiðafirði á síðari árum en þar er ekki minkur.15 Áhrif minks voru engu að síður veruleg þar sem heildarungafram- leiðsla minnkaði um 60% að lág- marki þar sem minkar voru að verki. Hér er örugglega um vanmat að ræða þar sem ekki er tekið tillit til þeirra para sem ekki reyndu varp, eins og stundum kom fyrir í teistu- vörpum þar sem minkur var. Þessi skerðing verður vegna þess að ein- stök hreiður eru eyðilögð algerlega fremur en að aðeins annað eggið eða unginn sé tekið úr þeim. Þannig var enginn munur á meðalfjölda fleygra unga í hreiðrum þar sem ungar komust á legg í vörpum þar sem minkar komu og þar sem þeirra varð ekki vart (Fi,869 = 1,15, p = 0,284). Gögnin sem aflað var með vökt- uninni benda þó ekki til fækkunar þar þótt teista hafi horfið sem varp- fugl annars staðar á Ströndum á liðnum áratugum.1 Heildarfjöldinn hélst allstöðugur, 135-195 pör. Svo virðist sem nokkur fjölgun hafi orðið á Kirkjubóli en á móti kemur fækkun í Kollafjarðarnesi og Broddanesi þar sem afránið var mest. Þetta gæti bent til þess að vörpin þar séu komin að mörkum þess sem þau þola af afráni eða öðrum áföllum. Teistan er langlífur fugl eins og margir sjófuglar og ekki kemur að sök þótt varp misfarist við og við. Væntanlega skiptir máli á hvaða stigi varps ágangurinn á sér stað. Séu ungar drepnir seint á ungatíma, eins og kom fyrir, má vera að foreldraböndin séu farin að slakna og það hafi ekki afgerandi áhrif á varp næsta vor. Sé hins vegar ítrekað A 34

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.