Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 26
Náttúrufræðingurinn Uppruni íslenskra GRUNNVATNSMARFLÓA Þær tvær tegundir grunnvatnsmar- flóa sem hér er rætt um eru merki- legar fyrir margar sakir. Hér er um að ræða tvær af fáum innlendum tegundum á Islandi. Fáar einlendar tegundir hér á landi hafa áður verið talin vísbending um útdauða alls lífs vegna ísaldarjökuls, en þó hafa fræðimenn haldið því fram að plöntur og smádýr á landi hafi get- að lifað af á íslausum svæðum, a.m.k. síðasta jölulskeið ísaldar (Weichselian).1819 Okkar tilgáta er sú að grunnvatnsmarflær sem hér hafa fundist hafi náð að lifa af a.m.k. síðasta jölulskeið ísaldar í lindum sem runnið hafa undir ís- aldarjöklinum.20 Við byggjum tilgát- una á nokkrum meginrökum. Það fyrsta sem styður tilgátu okk- ar er útbreiðsla grunnvatnsmarflóa á landsvæðum sem liggja að Norð- ur-Atlantshafi. Grunnvatnsmarflær hafa ekki áður fundist jafn norðar- lega við Norður-Atlantshaf. Þær finnast hvorki í Skandinavíu né á Grænlandi og af Evrópulöndum næst íslandi finnast þær á Suður- Englandi og írlandi, en næst okkur í Norður-Ameríku er þær að finna sunnan við Vötnin miklu.5 Áður hafa verið settar fram tilgátur um að grunnvatnsmarflær hafi lifað af undir jökli í Norður-Ameríku.20-21,22'23 Annað sem styður tilgátu okkar er að engir aðrir stórkrabbar (Malacostraca) finnast í ferskvatni á íslandi. Hér finnast ekki ferskvatns- leturhumrar, ferskvatnsþanglýs eða aðrar ferskvatnsmarflær. Ef mögu- legt væri að ferskvatnsstórkrabbar hefðu flust til landsins eftir að ísöld lauk, mætti ætla að það væru ekki grunnvatnsmarflær sem hér fyndust heldur aðrar tegundir eins og mar- flóin Gammarus pulex, sem algeng er í ferskvatni annars staðar á Norður- löndum og á Bretlandseyjum. Það þriðja sem styður tilgátuna er hversu erfitt grunnvatnsmarflær eiga með að dreifa sér út fyrir grunnvatn og þar af leiðandi að ná fótfestu í grunnvatni fjarri upp- runastaðnum. Grunnvatnsmarflær bera, eins og aðrar marflær, frjóvguð egg og fóstur með sér í eggjahólfi (marsupium) undir lík- amanum. Grunnvatnsmarflær í ferskvatni þola illa seltu og geta því illa flust milli landa með fljótandi þangi eða rekaviði. Ekki er vitað til þess að grunnvatnsmarflær myndi dvalaregg og því er ólíklegt að þær mundu þola flutning með fuglum langar leiðir. Stysti tími sem mælst hefur á farflugi fugls til Islands var 13 tímar hjá álft (Cygnus cygnus),24 en búast má við því að það taki far- fugla 10-20 tíma að fljúga hingað.25 Á leiðinni er líklegt að fuglarnir leit- ist við að hafa þurrar fjaðrir til að bera ekki aukavigt, auk þess sem margir þeirra fljúga það hátt að þeir eru í þó nokkru frosti. Hvaða aðrar tilgátur gætu komið til greina? Að okkar áliti eru tvær aðrar tilgátur mögulegar, en þó telj- um við báðar ólíklegar. Önnur er flutningur með fuglum eða með mönnum. Eins og útskýrt er hér að ofan þá teljum við flutning með fuglum ólíklegan. Ekki er hægt að útiloka að menn geti borið ferskvatnsmarflær á milli svæða, t.d. í ílátum. Hins vegar er a.m.k. önnur þeirra tegunda sem við höf- um fundið, Crymostygius thingval- lensis, svo torveld í söfnun að við höfum aðeins náð í fjögur eintök af henni þrátt fyrir umtalsvert söfn- unarátak og mikla reynslu í að afla slíkra dýra. Því er ólíklegt að teg- undin berist á milli landsvæða. Hin tilgátan er að marflærnar hafi þró- ast út frá sjávarmarflóm sem hafi einangrast í hellum neðansjávar. Vegna jarðfræðilegra breytinga hafi vatnið í hellunum hægt og rólega orðið ferskara og ferskara og á sama tíma hafi marflærnar þróast og ein- Staður Staðsetning Crymostygius Vatnsvik - Þingvallavatn 64°14,45N 21°03,19V thingvallensis Herðubreiðarlindir 65°11,55N16°13,55V Vatnsvik - Þingvallavatn 64°14,45N 21°03,19V Skútavik - Þingvallavatn 64°08,50N 21°02,50V Nautavakir 64°00,88N 20°53,02V Gunnarsholt 63°50,00N 20°13,00V Keldur 63°49,35N 20°04,56V Uppspretta nærri Keldum 63°49,61 N 20°05,78V Rangárbotnar 64°08,39N 19°39,98V Galtalækur 64°00,48N 19°55,11V Stóri Galtalækur 64°00,97N 19°57,79V Lækjarbotnar 63°57,44N 20°15,92V Mývatn 65°33,35N 16°58,32V Crangonyx Fljót nærri Grenlæk 63°44,94N 17°56,71V islandicus Grenlækur 63°43,90N 17°58,14V Hrosslækur 63°43,56N 17°59,22V Lind suður af Höfða 63°45,16N 18°04,37V Hunkubakki 63°45,70N 18°07,48V Klausturlax 63°46,91N 18°03,01V Þverá 63°52,42N 17°49,23V Oddar 64°42,13N 20°53,81V Hrauná 64°42,34N 20°59,72V Sandur 65°57,24N 17°32,72V Klappará 66°16,58N 16°24,37V Presthólar 66°15,49N 16°24,12V Jökulsárgljúfur 65°50,23N 16°24,73V I. tafla. Fundarstaðir gmnnvatnsmarflóa á íslandi. - Sampling locations in lceland. 26 I

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.