Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 42
Náttúrufræðingurinn notað lengi í ýmsa nytjahluti og í kvikmyndafilmur og var undanfari plastefna nútímans. Enn eitt flókið kolvetnasamband sem polarimeter- mælingar komu að gagni við að kanna var glýkógen, sem gegnir hlutverki sykurforðabúrs í líköm- um dýra. Það er náskylt sterkjuefn- unum úr jurtaríkinu sem sagt var frá hér að ofan. Pasteur gerði frekari stórupp- götvanir með hjálp polarimetra, svo sem þá15 að myglusveppir og fleiri örverur gátu valið milli hægri- og vinstrisnúandi sameinda af hendn- um efnum. Reyndist slík hegðun vera grundvallaratriði í öllu eðli líf- vera. Ekki er ósennilegt að hinar alkunnu rannsóknir hans á geril- sneyðingu frá um 1860 hafi að hluta sprottið úr þessum athugunum hans og annarra á áhrifum örvera á optíska virkni lausna af sykri og fleiri efnum við mismunandi að- stæður. Á þessu tímabili ber væntanlega hæst þá tilgátu J.H. van't Hoffs16og samtímis J.A. Le Bels um að hin fjögur efnatengi kolefnisfrumeind- arinnar liggi ekki í sama fleti, eins og áður var talið, heldur séu prívíð. Tilgátan átti m.a. rót að rekja til ný- birtra rannsókna annarra á optískri virkni mjólkursýru af mismunandi uppruna. Hún útskýrði uppgötvun Pasteurs12 um hendnu lífrænu efnin: I þeim er jafnan ein af kolefnis- frumeindunum tengd fjórum mis- munandi frumeindum eða hópum (4. mynd b). Þetta hefur þaðan í frá verið undirstaða allrar þekkingar á lífrænni efnafræði og varð brátt til hugtakið rúmefnafræði (þ. Stereo- chemie) um þau svið efnafræðinnar þar sem óhjákvæmilegt var að skoða byggingu sameindanna í þrívíðu rúmi. 1890-1920 Þegar hér var komið voru polari- metrar orðnir ómissandi tæki á rannsóknastofum í lífrænni efna- fræði og lífefnafræði. Hið sama má segja til dæmis um framleiðslustaði sykurefna og matvæla úr þeim: Auk vinnslu sykurs beint úr plöntu- hlutum sem fyrr fór hún fram í gríð- arlegu magni úr sterkju, til dæmis kartöflum og maískorni. Meðal helstu framfara á þessu tímabili má ótvírætt telja umfangs- mikla efnasmíði E. Fischers17 (2. mynd) á sykurefnum og ýmsum af- leiðum þeirra. Af einni tiltekinni tegund einsykrunga (aldósum) voru áður þekktir úr náttúrunni tveir með fimm kolefnisfrumeindir og tveir með sex, en Fischer gerði sér grein fyrir að til ættu að vera fjögur optískt virk efni af fyrr- nefndu gerðinni og átta af þeirri síð- arnefndu, öll með bæði hægri- og vinstrisnúandi sameindum. Tókst honum að smíða ýmis þau efni sem vantaði inn í þessar sykur-syrpur og fundust sum þeirra síðar í náttúruafurðum. Bæði í störfum Fischers sjálfs og í fyrri rannsókn- um sem hann byggði á skiluðu polarimetrar drjúgu af mikilvægum niðurstöðum. Hlaut hann Nóbels- verðlaun í efnafræði 1902. Polarimetrar voru nokkuð notaðir af E. Fischer og öðrum við rann- sóknir á próteinum og þeim amínó- sýrum18 sem þau eru samsett úr, því að langflestar af mikilvægustu amínósýrunum hafa optíska virkni. Þessi tæki komu einnig oft við sögu í rannsókn kjarnsýra úr frumum bæði í jurta- og dýraríkinu, til dæm- is við greiningu á sykurefni sem áður hafði fundist í þessum sýrum. Reyndist þar vera um að ræða eina af hinum nýju sykursameindum Fischers, ríbósa.19 Endurspeglast það nú í heiti kjarnsýrunnar RNA, en hin alþekkta kjarnsýra DNA inniheldur sykurinn deoxý-ríbósa. E. Fischer gerði einnig merkar rannsóknir á eðli hvataðra efna- hvarfa. Hann setti fram þá þekktu samlíkingu að lífhvati og það efni sem hann hefur áhrif á yrðu að passa saman rúmfræðilega eins og lykill í skrá. Polarimetrar áttu enn þátt í þeim rannsóknum Fischers og gegndu jafnframt stóru hlutverki við þróun stærðfræðilegra líkana um hvötuð efnaferli. Má þar nefna í 5. mynd. Vöðvar úr skordýri, sem rann- sakaðir voru í skautuðu Ijósi í smásjá.27 Kemur þá rákótt bygging peirra betur fram en í venjulegu Ijósi. - Insect muscles, observed in a polarizing microscope. upphafi að niðurstöður fengnar með þeim studdu réttmæti massa- virknilögmáls Guldbergs og Waage um efnajafnvægi20 og síðar voru gerðar umfangsmiklar mælingar með polarimetrum á hraða ofan- nefndra „inversion"-hvarfa á sykri bæði af völdum sýra og lífhvata. Þekktust er þar líklega grein eftir Michaelis og Menten21 sem hefur síðar verið talin undirstöðurit í nú- tíma lífhvatafræðum. Hagur af notkun polarimetranna við þessar athuganir byggðist ekki síst á ná- kvæmni þeirra og því að fylgjast mátti þannig með hægfara efnaferli tímunum saman án þess að trufla það. Optíska virknin breyttist iðulega á kerfisbundinn hátt í syrpum svip- aðra lífrænna efna og gaf það gagn- legar upplýsingar um byggingu sameinda þeirra. Þetta var einnig rannsakað út frá snúningi skautun- arstefnu í efnunum af völdum segulsviða, svonefndum Faraday- hrifum.22 Þess má geta hér að þauj hrif höfðu áður orðið einn af horn- steinum kenninga J.C. Maxwells um að ljós væri bylgja raf- og segul- sviða. Á þessu tímabili komu einnig fram róttækar kenningar23 A. Wern- ers (2. mynd) varðandi efnatengin sem binda saman frumeindir eða frumeindahópa. Taldi hann þessi 42 i

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.