Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 58

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 58
Náttúrufræðingurinn 16. mynd. í stað þess að draga fiðraða fætnr á eftir sér á flugi virðist smávígur, Microraptor, hafa haldið þeim undir fremri vængjunum, og líktist um það gömlum flug- vélum, tvíþekjum.21 renna stoðum undir þá hugmynd að risaeðlurnar hefðu verið jafnheit- ar („með heitt blóð") eins og fuglar og spendýr en ekki misheitar eins og núlifandi skriðdýr.19 Raunar eru ekki allir sáttir við að risaeðlurnar hafi jafnað líkamshit- ann á sama hátt og fuglar og spen- dýr nútímans. Þessi spurning, hvort þessi dýr hafi verið misheit eða jafn- heit, er vegin í tveimur stuttum pistlum í Natural History, tímariti Bandaríska náttúrufræðisafnsins í New York, í maí 2005. í annarri greininni22 benda tveir bandarískir dýrafræðingar, J. A. Ruben og W. J. Hillenius, meðal annars á það að öll jafnheit landdýr nú á tímum, jafnt spendýr og fugl- ar, anda að sér og frá gegnum hol- rúm í höfðinu, nefskeljarnar, sem draga úr tapi á raka og varma til umhverfisins. Engin merki sjáist um slíkar myndanir í steingerðum höfuðbeinum nokkurrar risaeðlu; í þeim hafi öndunarrásirnar í höfð- inu verið þröngar. Þeir telja sig geta ráðið af steingervingum að flókin öndunarhol, sem einkenna fugla nútímans, hafi fyrst komið fram í fuglum seint á krítartímabili, er bendi til þess að jafnheitt blóð sé fremur seint til komið í þróun fugla. Og Ruben og Hillenius halda áfram: Hraði efnaskiptanna í risaeðlunum segir sennilega minna um lífsmáta þeirra en margir vilja vera láta. Til dæmis væri al- rangt að álykta út frá fremur hægum efna- skiptum að þessi dýr hafi verið silalegir grasbítir ellegar rándýr sem hremmdu bráð sína úr fyrirsát en höfðu þess á milli hægt um sig („sit-and-wait" predators). í mildu loftslagi miðlífsaldar má nær full- ljóst telja að flestar risaeðlur hafi haldið jöfnum líkamshita, hvort sem þær höfðu sérstakt hitastillikerfi eða ekki. Og jafnvel meðal misheitra dýra nútímans þekkjast ýmsar eðlur í hitabeltisumhverfi, svo sem kómódófrýnan, sem staðfesta að misheit dýr eru ekki öU silakeppir. Risaeðlur með líkamlega hæfni (physiological capacities) og veiðivenjur kómódófrýnu gætu sem hæg- ast hafa helgað sér stór óðul, elt uppi og veitt stóra bráð eða varist af hörku ef að þeim hefði verið þjarmað. I hinum pistlinum andmælir landi þeirra, steingervingafræðing- urinn Mary Higby Schweitzer, þessu.23 Hún telur að risaeðlur hafi á löngum ferli þróað með sér hita- stillikerfi sem hafi veitt þeim yfir- burði gagnvart misheitum keppi- nautum; til dæmis hafi jafnheit dýr getað verið aðeins lengur á ferli yfir sólarhringinn og hreyft sig hraðar. Schweitzer telur flest benda til þess að risaeðlurnar hafi haft stjórn á líkamshita sínum. Mörg einkenni þeirra sjáist nú aðeins hjá jafnheitum dýrum: Einungis meðal þeirra þekkjast nú á tímum dýr sem ganga á tveimur fótum og geta ekki gengið með öðrum hætti; einungis jafnheit dýr ganga í uppréttri stöðu, með fæt- urna niður úr líkamanum, ólíkt eðlum sem ganga gleiðar með fót- leggina út á við; aðeins jafnheit dýr hafa á líkamanum varmaeinangr- andi lag utan á húðinni, hár eða fiður; og aðeins jafnheit dýr lifa í stórum flokkum eða hjörðum eða ferðast langar leiðir með árstíðum. Lokaorðin í grein Schweitzers eru: Oll þekkjast þessi einkenni hjá risaeðlum; sum hjá þeim öllum, svo sem lóðréttur limaburður, en önnur, til dæmis fjaðrir, einkenna aðeins sumar tegundir. Óvíst er að risaeðlur hafi haft jafnfullkomna stjóm á líkamshita sínum og fuglar eða fólk. En öll tiltæk vitneskja bendir hl þess að efnaskipti þeirra hafi verið miklum mun örari en í núlifandi krókódílum, eðlum, slöngum og skjaldbökum. 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.