Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 48
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN .iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiimiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiir eru mosaþembur með smjörlaufi (S. herbacea) og stinnastör (Carex rigida). Ef litið er á gróðurinn utan túnstæðisins sem heild, þá er hann í engu frábrugðinn því, sem vænta mætti um gróður í skjólsöm- um fjalladal. Berum vér þessa lýsingu saman við það, sem vér vitum um hann áður, getum vér ekki nefnt með vissu aðrar breyt- ingar en þær, að birkið og einirinn hafa næstum horfið, sem er eðlileg afleiðing beitarinnar, meðan búið var í dalnum. iíins vegar verður ekki sagt, að gróðurinn sé nú með nokkrum hnignunar- merkjum, eins og Thoroddsen talar um í síðari frásögn sinni, enda mun hann nú hafa náð sér eftir svo langa friðun. Gróðurinn er yfirleitt allstórvaxinn, þroskalegur og fjölskrúðugur. 1 gróður- sirklunum, er ég gerði í brekkunum, fundust frá 20—30 tegundir í hverjum 10 blettum, er voru 1/10 m- hver. Víðidalstún fyrr og nú. Með tveimur eftirfarandi töflum hefi ég leitast við að gefa yfir- lit yfir, hvernig gróðri er nú háttað á þeim hluta grundarinnar við bæjarrústirnar í Víðidal, sem með vissu verður sagt um að hafi verið tún, meðan var búið. Auðvitað getur túnið hafa verið stærra, og að víðirunnarnir séu nú búnir að leggja undir sig útjaðra þess. Fyrri taflan (Tafla I.) er plöntulisti, þar sem taldar eru allar þær æðri plöntur, er ég við nákvæma leit gat fundið í túnstæðinu. Taflan er þrídálkuð. I 1. dálki eru þær tegundir, sem fundust í tóftarbrotunum og næsta nágrenni þeirra, í 2. dálki þær, sem uxu í sjálfu túninu og í þeim 3. tegundir, sem fundust í lækjardrög- um þeim í túnjöðrunum, er fyrr getur. Síðari taflan (Tafla II.) sýnir niðurstöður sirklana, er gerðar voru eftir Raunkiærs-aðferð, þannig að með sirkli eru afmarkaðir 10 blettir, hver Vi0 m2. Sú tegund, sem finnst í öllum blettunum fær töluna 100, sú, er finnst í 9 90 o. s. frv. Þannig sýna tölurnar í dálkunum hundraðshlutföll milli hinna einstöku tegunda í gróð- urlendinu. Fyrstu þrír dálkarnir, 1—3, sýna niðurstöður sirklana úr sjálfu túnstæðinu, 4. dálkur úr blómlendinu við tóftarbrotin, 5. dálkur úr lækjardraginu, og 6. dálkur úr víðigrundinni utan túns, og hann er tekinn með til samanburðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.