Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 61
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 187 iimiiiiiiimiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|llllllllimi>illll,,illllliilmiimilill|ii|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimimiiiiiiimi yfir 50. Á sama hátt gátu plöntur borizt frá N.-Ameríku til Græn- lands, svo framarlega sem Ameríku-farar fluttu búsmala sinn aftur til Grænlands, og þar með amerískt hey handa honum. Um Leif heppna er þess getið, að hann kom með ýmsar minjar frá Nýja heiminum til Grænlands, svo eigi er víst hvort hann hefir skilið pening sinn eftir þar vestra, til þess að geta tekið sem mest með sér heim af gögnum hins frjósama lands. Á hinn bóginn kom Þorfinnur Karlsefni tómhentur af gæðum hins nýja lands aftur til Grænlands, og má því teljast líklegt, að hann hafi metið það meira að komast^ heilu og höldnu heim með gripi sína. Nú vill svo vel til, að á einmitt þeim stað, þar sem jurt þessi hefir fund- izt á Grænlandi, eru tóftir frá búgörðum íslendinga, og einn af fundarstöðum plöntunnar í N.-Ameríku (Riviere du Loup) er ein- mitt þar, sem talið er víst, að Þorfinnur Karlsefni hafi dvalið með mönnum sínum og fénaði. Hafi nú Þorfinnur slegið þarna gras til heimfararinnar til Grænlands fyrir pening sinn, þá verður eigi á neinn annan hátt en þann betur skýrður uppruni plönt- unnar á þessum stað á Grænlandi. Á. F. Skjaldbökuveðhlaup og froskastökk. fþróttalöngun mannsins hefir ltomið fram í ýmsum myndum á ýmsum tímum, og ekki hefir verið þar við setið að láta listir íþróttanna ná til mannsins sjálfs, heldur einnig til margra dýra. Þannig eru hestaveðreiðarnar, kappakstur með hestum, hunda- veðhlaup, hestaat, nautaat, hanaat, kappflug með dúfum o. m. fl. alþekktar íþróttagreinar. Á hinn bóginn er sennilega fáum les- endum Náttúrufræðingsins kunnar íþróttagreinar eins og skjald- bökuveðhlaup og kappstökk froska. Hvort tveggja var mjög í heiðri haft meðal hinna fyrstu landnema Ameríku, en síðan hefir það að mestu gleymzt. Þó lítur út fyrir eins og nú sé að færast nýtt fjör í þessi fyrirtæki, einnig í Ameríku. Skjaldbökutegund sú, sem notuð er til veðhlaupanna, á heima vestan til í Texas og Oklohama. Hún er um tíu cm á lengd, með mjög harða skel, sem að mestu er svört og rauð að lit. Veðhlaupin eru látin fara fram á borði, sem er um fjórir metrar á lengd, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.