Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1938, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 147 ................. verðri Nýju öldinni legið frá Mið-Ameríku til Vestur-Evrópu, að síðar á öldinni hafi verið landbrú frá Skotlandi til Grænlands, um Færeyjar og fsland, að landbrú hafi legið frá Noregi vestur á bóginn til Spitzbergen, en þaðan til Grænlands, og loks hafi verið landsamband til skamms tíma á milli Ameríku og Asíu, þar sem nú er Beringshafið. Með því að gera ráð fyrir, að þessi landsambönd hafi verið til, verður samræmi dýralífsins á svo að segja öllu svæðinu full- komlega skiljanlegt, og þannig skýrist um leið ýmislegt við- víkjandi útbreiðslu dýranna nú á dögum, sem annars væri gáta. Á hinn bóginn hafa álfurnar verið einangraðar í nokkurn tíma, en það er nægilegt, til þess að skýra þann mismun, sem nú er orðinn á dýralífinu beggja megin Atlantshafsins. Nú má spyi'ja hvernig á því standi, að svo að segja allir þeir ættbálkar spen- dýra, sem orðið hafa til á Norðursvæðinu, séu farnir þaðan nú, og svarið verður á þessa leið: Norðursvæðið hefir ekki, eins og flest önnur dýraheimkynni á jörðunni, fengið að halda þróun sinni áfram í friði, hér hefir loftslag á Nýju öldinni, þegar flokkarnir voru að verða til, verið yfirleitt miklu hlýrra en það er nú, en svo kom bobbi í bátinn, eins og þar stendur, ísöldin, sem flestir hafa heyrt nefnda, hún lagðist eins og mara yfir svæðið. Hana dreif yfir svæðið að norðan, eins og rammelfdan fimbulvetur, stöðvaði þá þróun dýraflokkanna, sem þegar var í svo miklum blóma, og sópaði dýrategundunum suður á bóginn, og margar þeirra fundu griðastað í Afríku og á Indverska svæð- inu, og hafa ekki aftur seilzt til landvinninga í norðurveg, þótt tímarnir bötnuðu að mun. Enda byggði móðir náttúra ókleifar hindranir til norðurs, þar sem eru Himalajafjöllin og Sahara, en fyrir norðan þennan varnargarð fór maðurinn úr því að ráða ríkjum, en upp frá því varð dýrunum ekki afturkvæmt. d. Suðurheimskautsríkið. Á síðari árum hefir tekizt að bregða Ijósi yfir dýralífið á þeirri miklu landspildu, sem umkringir Suðurheimskautið. Nærri því hvar, sem augum er rennt, eru endalausar ísbreiður, hér er ísöld á vorum tímum. Aðeins á fá- um stöðum skín á klappir, grónar skófum og mosa hér og hvar. Og þegar ofan á allt þetta bætist mjög kalt loftslag, gefur að skilja, að dýralífið er ekki fjölskrúðugt. Á landi er ekki um annað dýralíf að ræða, en frumstæðustu skordýr og áttfætlur, auk fugla. Af þeim er talsvert all-víða, og einstaklingamergð mikil, enda þótt tegundir megi teljast fáar. Langmest ber hér 10*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.