Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 17
NÁTTÚRUFRÆ.ÐINGURINN 63 43r. 9Z % yígO/ **r»co-KÍu.yrv ~%jarni 18. mynd. Kjarnklofnun úranfums í tvo mcðalþunga kjarna. heim, og tókst að mynda allmörg af þessum nýju frumefnum, sem menn hafa nefnt „transúranisk" frumefni, eða allt upp í frumefni með sætistölunni 97. Skyndilega hvarf þessi nýgræðingur af sjónar- sviðinu, þegar Þjóðverjariiir Otto Halin og F. Strassmann í Kaiser Wilhelm stofnuninni í Berlínarborg sýndu fram á það, seint á árinu 1938, að frumefni þau, sem talin höfðu verið „transúranísk", væru í rauninni geislavirk atómuafbrigði (ísótópur) venjulegra meðal- þungra frumefna, og að lýsa mætti tilkomu þeirra með eftirfarandi jöfnum: 235 , 1 /236 TT\ 127c , 104AJ , _ + q n------g9 U f--------> 5QSn + ^gMo + 0 neutronur Er þetta þó aðeins eitt dæmi af mörgum, sem nefna mætti. Fyrirbrigði þetta nefndu þeir kjarnklofnun (fission) og staðfestu yísindamenn víða um heim þessar tilraunir og þennan skilning þeirra á fyrirbrigðinu. Hafa fáar uppgötvanir vakið rneiri eftirvænt- ingu meðal eðlisfræðinga en þessi, því að með henni virtist í fyrsta sinn vera fengin vitneskja um fyrirbrigði, sem orðið gæti til undir- stöðu við kjarnorkuvinnslu. Við klofnunina springur kjarninn í sundur líkt og vatnsdropi springur af yfirhitun, og þeytast brot hans í sitt hvora áttina mcð heljarhraða og hljóta við það mikla flugorku, eða um 200 milljón elektrónuvolt úr hverjum kjarna, sem klofnar. Kjarnklofnun á einu kílói af úraníumi myndi skapa orku, sem jafngildir brunaorku 3000 tonna af kolum eða 2 milljón lítrum af benzíni. Snemrna á árinu 1940 tókst vísindamönrium í Bandaríkjunum að greina í sundur þau þrjú atómuafbrigði, sem úraníum finnst í, en þau eru auðkennd með efnafræðitákni þess og tölum, sem tákna

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.