Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 3
Náttúrufrœðingurinn • 46 (3), 1976 ■ Bls. 113—176 ■ lleykjavík, mars 1977 Leifur A. Símonarson: Steinn Emilsson, j arðfræðingur — Minningarorð — Steinn Vilhelm Emilsson, jarðfræð- ingur, lést í Landakotsspítalanum í Reykjavík 3. desember 1975 eftir ör- stutta legu. Banamein lians var hjarta- Itilun. Steinn Emilsson var fæddur á Kvía- bekk í Ólafsfirði 23. desember 1893, og var liann því á 82. aldursári, er hann andaðist. Foreldrar hans voru hjónin Emil G. Guðmundsson, prest- ur á Kvíabekk, Stefánssonar, hrepp- stjóra á Torfastöðum í Vopnalirði, og kona hans, Jane M. M. Steinsdóttir, prests í Hvammi og Árnesi, Torfason- ar Steinsen. Steinn ólst upp í foreldrahúsum og tók þar barnafræðslu, en eftir fráfall föður síns, 1907, fluttist hann með móður sinni að Gestsstöðum við Fá- skrúðsfjörð. Árið 1913 settist hann í 2. bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri og lauk þar gagnfræðaprófi vorið 1915. Um haustið innritaðist hann í Hinn almenna Menntaskóla í Reykja- vík, en fór þegar úr 4. bekk til Noregs. Árið 1916 vann Steinn við silfurnám- urnar í Kongsbergi og 1919 lauk hann stúdentsprófi i Osló. Þegar Steinn vann við silfurnám- urnar í Kongsbergi safnaði hann steinum og bergtegundum. Áhugi hans á náttúrufræði mun hafa vaknað snemma, en beindist nú einkum að jarðfræði. Að loknu stúdentsprófi hóf hann nám í jarðfræði við liáskólann í Osló, en vann jafnframt í Toldbod- ens Laboratorium og Schmelcks kem- iske Bureau. Frá Noregi lá leiðin til Þýskalands, þar sem Steinn hélt áfram háskóla- námi í Jena árin 1920—1923. Árið 1921 fékk hann styrk frá Alþingi til þess að læra að kljúfa og flokka sillur- berg, en það lærði hann í hinum víð- frægu Zeissverksmiðjum í Jena. Silfur- berg er tært afbrigði af kalkspati og var mikið notað í ýmis ljóstæki, svo sem smásjár, en notagildi þess er einkum fólgið í jrví, að það skautar Ijós, Jr. e. tvískiptir ljósgeisla. Silfur- berg er algeng sprungu- og liolufyll- ing hér á landi, en mest er af Jrví við Hoffell í Hornafirði og á Helguslöð- urn í Reyðarfirði. Var þar stundaður námurekstur um nokkurt skeið og Iivergi hafa fundist stærri silfurbergs- kristallar. Nú hafa gerviefni að mestu tekið við Iilutverki silfurbergs, en Jrað er J)ó enn notað í vönduðustu tegund- ir tækja. Veturinn 1923—1924 kenndi Steinn í Vestmannaeyjum og var Jjar með Náttúrufræðingurinn, 46 (3), 1976 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.