Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 20
kvikmynd a£ sumum þáttum atferlís- ins. Þessa kvikmynd sem tekin var á miklum hraða gat ég skoðað hægar síðar og glöggvað mig betur á þeirn þáttum atferlisins sem ganga svo hratt fyrir sig að vart verður auga á fest. Hrygningaratferli loðnunnar má skipta í 4 þætti: 1) Atferli í hrygning- argöngu, 2) undirbúning undir hrygn- ingu, 3) hrygningaratferli og 4) atferli að lokinni hrygningu. Mun ég nú lýsa hverjum þætti fyrir sig. Atferli í hrygningargöngu Hrygningargönguatferli varir mjög lengi eða frá því að loðnan safnast saman að haustinu og hefur göngu sína austur með Norðurlandi og suð- ur með Austurlandi og talsverðan tíma meðan liún er að ganga í hlýja sjónum vestur með Suðurlandi. í hrygningargöngunni heldur loðn- an sig mest í torfum og kynin eru jafnt blönduð í torfunum. 1 búrum Sædýrasafnsins var loðnan mest í linapp og synti sólarsinnis í búrinu, en var þó dreifð öðru hverju. Við skyndilega lýsingu, hávaða eða önnur utanaðkomandi áhrif, var svörun allra loðnanna í búrunum alveg sam- taka. En eitt megineinkenni fiskitorfu er það, að hún svarar utanaðkomandi áhrifum sem ein lreild. Meðan á hrygningargöngunni stendur klæðist hængurinn smátt og smátt hrygningarbúningi, þ. e. loðnir kambar á ofanverðum hliðum hængs- ins, sem loðnan dregur nafn sitt af, vaxa, bak og höfuð lians dökkna nokkuð og vöðvar raufaruggans og raufarugginn taka að stækka. Hrygnan tekur engum ytri breyt- ingum, nema hvað hún verður kvið- rneiri við það að lirognaþunginn í henni vex nreðan á göngunni stend- ur. Þegar gangan kemur í hlýja sjó- inn fyrir suðausturlandi er þungi lirognanna vanalega orðinn 8—9% af þunga allrar hrygnunnar. Meðan á göngunni í hlýja sjónum vestur með suðurströndinni stendur, nær lrrogna- þunginn fljóllega 10% og vex síðan nokkuð ört upp í 20%. Atferli í hrygningargöngunni er áþekkt allan tíman og hún einkenn- ist af þroska kynfæra, jafnri blöndun kynja, torfumyndun og stöðugri göngu. Undirbúningur hrygningar Alferli við undirbúning hrygningar hófst í búrum safnsins unr það bil 3 dögum fyrir hrygningu á því að hæng- arnir tóku einn og einn og nokkrir í hóp að yfirgefa torfuna og synda leit- andi fast við botn nokkra stund, en snéru síðan inn í torfuna aftur. Þessi leit hænganna ágerðist og varð þess valdandi að kynin aðskiklust smátt og smátt uns þau voru fyllilega að- skilin fyrir hrygninguna. Svörun við utanaðkonrandi áhrif- um varð smánr sanran einstaklings- bundnari, senr sýndi að hin eiginlegu torfutengsl voru að rofna. Eftir að hrognaþunginn er orðinn 20%, eins og ég gat unr áðan, vex lrann skyndilega ujrp í 25—30%. Það senr á sér stað er að eggin taka mjög ört ujrjr í sig vatn og Josna í hrygn- ununr. Greinilegt er að þáttaskilin í atferli loðnunnar úr gönguatferli í undirbúning að hrygningu eru sanr- fara þessari breytingu. 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.