Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 18
vatnið. Því má gera ráð fyrir að land- sig hafi verið talsvert annað, og þá sennilega meira en sprungumisgengin sýna. Mér finnst ekki ólíklegt að sig- svæðið í Kelduhverfi og Öxarfirði hafi sigið um eina 2 metra að meðal- tali, og sumir hlutar þess geta hafa sigið enn meira. Annars er þess vænst að nákvæmur samanburður loftljós- rnynda, sem teknar liafa verið fyrir og eftir jarðskjálftana, gefi nokkuð ná- kværnar upplýsingar um hve mikið land hefir sigið á hverjum stað. Breytingar landslags utan þeirrar landræmu, sem seig í jarðskjálftunum, hafa lílið verið kannaðar. Nokkrar athuganir benda þó til að landræmur austan og vestan sigsvæðisins hafi ris- ið. Því var veitt athygli sumarið 1976, að minna vatn var í tjörninni í Ás- byrgi en vant er að vera. Þetta má skýra með landrisi í Ásbyrgi, og er þá gert ráð fyrir að jarðvatnsborð hafi haldist óbreytt að mestu. Einnig sýndu hallamælingar á Reykjaheiði við gamla veginn hjá Sæluhúsmúla, að þar hafði landið hallast nokkuð niður til suðvesturs, eða upp til norð- austurs. Sú mynd, sem nú er fengin af lands- lagsbreytingum í Kelduhverfi og Öx- arfirði er þá í stuttu rnáli sem hér segir: Um 5 km breið landræma, er liggur frá norðri til suðurs, hefir sig- ið, sennilega um 2 metra eða þar um bil. Sigsvæði þetta er í beinu áfram- haldi til norðurs frá sprungusveim þeim, sem liggur frá Gjástykki til Keldulwerfis. Bæði austan og vestan þessa sigsvæðis hefir landið sennilega risið nokkuð, ef til vill um hálfan metra, en lengra til austurs og vesturs smáminnkar þetta ris þar til það verð- ur ekki mælanlegt í um 20 km fjar- lægð frá sigsvæðinu. Hér er nær eingöngu rætt um þær landslagsbreytingar sem urðu í byggð í Kelduhverfi og Öxarfirði í jarð- skjálftunum veturinn 1975—1976. Þess ber að geta, að jarðskjálftarnir, ásamt sprungumyndun og landhreyfingum, náðu yfir enn stærra landsvæði, þar sem m. a. urðu miklar umbyltingar á Kröflusvæðinu, í Gjástykki og í Núpa- sveit. Væntanlega verða þeim svæðum gerð skil síðar. S U M M A R Y Ground movement in North Iceland during tlie earthquake swarm of 1975-1976 by Eysteinn Tryggvason University oj Iceland Science Institute, An exceptionally intense earthquake swarm started on Deceinber 20, 1975 in North Iceland, and lasted until February, 1976. This earthquake swarm was accom- panied by widespread faulting and verti- cal ground movement. In Öxarfjördur, N.-Iceland, a 5 km wide strip of land ]) subsided some 2 meters, and there are iiulications of some uplift of the surface on both sides of the subsided strip. The subsidence area extends into the sea to the north, and to the south it extends as far as Mývatn, some 50 km south of the area described here. (Fig. 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.