Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1977, Blaðsíða 54
í III. úlgáfu Flóru íslands (1948). Hinir iveir eru við ísafjarðardjúp, í Unaðsdal á Snæfjallaströnd og í Skjaldfannardal og fundust 1955 og 1964 (Helgi Jónasson, 1964). Á öllum þessum stöðum óx línarfinn aðeins á smáblettum, í Botnsdal á stórri hvít- mosaþúfu í hálfdeigjumó, í Unaðsdal í litlum stökum gulvíðirunna og í Skjaldfannardal í lágu en þéttu birki- kjarri. Eintök Helga frá Botni í Dýra- Línarfi (Stellaria calycantha (Ledeb.) Bong.). Myndin er úr R. Nordhagen: Norsk Flora: Illustrasjonsbind, I. 3. 1970, og er af norsku eintaki. íslensk eintök eru ekki með eins greinóttum stöngli en lík að öðru leyti. firði eru tekin snennna í ágúst, þau eru með ungum aldinum og 15—35 cm há. Eintökin frá Unaðsdal eru tekin um miðjan ágúst og eru sum með (ullþroskuðum aldinum og frá 24—38 cm há. Eintök Helga frá Skjakl- fannardal hef ég ekki séð. Fyrsti vaxtarstaður línarfa hér á landi utan Vestfjarða, svo vitað sé með vissu, fannst svo 24. ágúst 1974 þegar ég fann hann í eynni Slúttnesi í Mý- vatni í Suður-Þingeyjarsýslu. Línarf- inn vex þar á smábletti í allþéttu gulvíðikjarri á hálfdeigu landi innan um mýrastör, engjarós, fjallafoxgras, vallhæru, vallarsveifgras, brennisóley, fjalldalafífil, túnvingul, túnsúru, hálmgresi, mýradúnurt, tjarnastör og fleiri tegundir, m. a. mosategundir. Gróskan er þarna mikil eins og við- ast í Slúttnesi og allar plöntur hávaxn- ar. Ég mældi nokkrar línarfaplöntur og voru þær allar milli 30 og 40 crn á hæð og voru flestar nteð fullþrosk- uð alclin. Allir vaxtarstaðir línarfans sem þekktir eru á Vestfjörðum liggja frek- ar lágt, líklega neðan 100 m hæðar yfir sjávarmáli, en fundarstaðurinn í Slúttnesi er í nærri 280 m hæð. Mér þykir sennilegt að línarfi eigi eftir að finnast víðar hér á landi því vaxtarstaðir hans eru þannig að mjög erfitt getur verið að koma auga á hann. Hann verður líka að teljast all- harðgerð planta því hann vex norð- an 70° n.br. í Skandinavíu og vex þar meira að segja til fjalla eða allt upp í 600 m hæð. í sunnanverðum Noregi hefur hann fundist í allt að 1200 m hæð yfir sjávarmáli (Hultén, 1950). Línarfi er alfriðaður hér á landi samkvæmt náttúruverndarlögum. 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.