Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 50

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 50
160 ÞORSTEINN i’OHSTliINSSON ANDVAHI Fæddir á Ætterni Móðurmál Islandi íslenzkt íslenzka 1901 .............. 6057 - 1911 .............. 7109 1921 .............. 6776 15.875 15.000') 1931 .............. 5731 19.382 16.034 1941 .............. 4425 21.050 15.510 1951 .............. 3239 23.307 11.207 Síðan 1911 hefur fólki í Kanada, sem fætt er á Islandi, sífellt farið fækkandi, og var það 1951 meir en helmingi færra heldur en 1911. En síðan um aldamót hefur mannfjöldinn í Kanada stóraukizt, úr 5.4 millj. þá upp í 14.0 millj. 1951, svo að hlutdeild íslenzku innflytjendanna í honum hefur minnkað miklu meir. Var hún 0.11% eða rúml. 1 af þúsundi 1901, en var komin niður í 0.02% eða Vs af þús. 1951. Fólki af íslenzku ætterni hefur hinsvegar fjölgað úr tæpl. 16 þúsundum 1921 upp í rúml. 23 þús. 1951. Var það rúmlega tvöföld tala innflytjendanna, sem þar var 1921, en rúml. sjöföld tala þeirra 1951, cn í samanburði við allan mannfjölda landsins hefur orðið lítil breyting, talan bæði árin tæpl. 2 af þús. (1921: 0.18%, 1951: 0.17%). Fólki með íslenzkt móðurmál hefur aftur á móti fækkað síðan 1931 úr rúml. 16 þús. niður í rúml. 11 þús. 1951. Var það ekki nema tæpl. helmingur af þeim, sem þá voru taldir af íslenzku ætterni, en hafði ekki vantað mjög mikið til þcss að vera jafnmargt 1921. Miðað við allán mannfjölda í Kanada hefur þessu fólki fækkað úr 0.17% 1921 niður í 0.08% 1951. Það sést í manntalsskýrslum Kanada 1941, hvernig þeir, sem taldir voru með íslenzkt móðurmál, skiptust eftir ætterni, en um ætternið eru öll Norðurlönd tekin í einu lagi og Island þar með. Sú skipting cr þannig: Norðurlandaætterni................................ 15.109 eða 97.4% Brezkt (enskt, írskt, skozkt o. fl.) ætterni .... 311 — 2.0% Annað ætterni......................................... 90 — 0.6% Samtals 15.510 eða 100.0% Flestallir þeir, sem hér eru taldir af Norðurlandaætterni, munu vera af íslenzku ætterni, en meðal þeirra, sem taldir voru af öðru ætterni, voru 311 brezkir, 40 þýzkir, 14 franskir, 4 ítalskir, 3 gyðingar, 3 hollenzkir, 3 pólskir, 1 belgískur, 1 úkraínskur og 21 af öðru þjóðerni. Allt þetta fólk mun þó sennilega vera af íslenzkum ættum í móðurætt, en í skýrslunum reiknast ættcrnið aðeins í karllegg. Samskonar yfirlit fæst ekki úr manntalinu 1951, því að í tilsvarandi töflum þar eru öll Norðurlanda- málin, og þar með íslenzka, tckin í einu lagi. Hehnilisfang. Eftirfarandi yfirlit sýnir tölu íslendinga samkvæmt manntölun- um 1941 og 1951 í einstökum fylkjum Kanada. 1) Við manntalið 1921 var aðeins spurt um móðurmál manna, sem komnir voru yfir 10 ára aldur, og töldust þá 12.618 með íslenzku sem móðurmál. Hér hefur sú tala verið hækkuð eftir áætlun til samræmis við síðari manntöl, sem tóku með alla aldursflokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.