Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 60

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 60
BJÖRN ÞORSTEINSSON: Hinrik VIII. og ísland. I. Hinrik VIII. er frægasti konungur, sem setið hefur að ríkjum á Englandi, en margt misjafnt hefur verið um hann sagt. Ilann er kunnastur fyrir það að hafa átt sex konur, sálgað tveimur þeirra, rekið tvær frá sér og stofna hina ensk- kaþólsku kirkju með sjálfan sig sem páfa. Fjórir kardinálar voru uppi í ríki hans; cinn þeirra lét hann hálshöggva, annar slapp frá öxi böÖulsins með því að flýja land, en sá þriðji með því að andast í tæka tíð á sóttarsæng. Svipaða sögu er að segja um viÖlíka marga hertoga og sex eða sjö jarla og greifa og tugi af óæðri aðalsmönnum. Elinrik lióf stjórnar- feril sinn með því að taka af lífi helztu ráðgjafa föður síns og hélt áfram stefn- unni með því að senda ráðgjafa sína öðru hverju upp á höggstokkinn. Tower, kast- alinn í Lundúnum, var bæði höll og fangelsi á dögum Hinriks VIII., svo að þar var skammt úr veizluglaumi niÖur í dýflissu, og margir stjórnmálamenn fengu að kynnast því, hve stutt þetta bil var. Trú og stjórnmálastefna, tign og staða skiptu litlu máli, þegar Hinrik VIII. var annars vegar, prestar og leikmenn, kardinálar, erkibiskup og munkar, menn, scm Hinrik hafði hafið til metorÖa eða hjuggu að arfgengum forréttindum, urðu allir að troða sömu slóð: til gálga, á höggstokk cða jafnvel á hálköst, því að Ilinrik lét hálshöggva kaþólska, en brenna mótmælendur. En þrátt fyrir þetta eru stjórnarár Hinriks VIII. frið- samt tímabil í sögu Englands, því að enskur almenningur lét sig litlu skipta örlög einstakra aðalsmanna og klerka. Málaferli og aftökur voru einungis spenn- andi atburðir, sem krydduðu fábreytta tilveru eins og eldhúsreyfarar og glæpa- myndir á vorum dögum, og lýðurinn var löngum trúr kóngi sínum og stoltur af honurn. Margur aðalsmaður varð höfði styttri í Englandi um daga Hinriks, en hann laugaði land ckki í blóði þegna sinna eins og Þýzkalandskeisari, Spánar- og Frakkakonungar gerðu þá og síðar. Um aldaraðir hafði ægivald kaþólskrar kristni legið á Vesturlöndum, og kon- ungar og keisarar höfðu árangurslítið reynt að hrista af sér okið, en Hinrik braut hlekki Rómar með einni tilskipan og tók sér vald páfa yfir kirkju þjóðar sinnar. Ætla mætti, að þessi heljarkarl hcfði verið mikill herforingi og ríkt í skjóli hers og lögreglu. En Hinrik VIII. átti engan her, sem hægt er að nefna því nafni, aðeins fámennar lífvarðar- sveitir. Englendingar stærðu sig á dög- um hans af því að vera frjálsboriÖ fólk, en erlendir stjórnarherrar litu á þá með fyrirlitningu, af því að þeir voru aga- laus lýður, sem hafði drepiÖ eða rckið frá völdum helming allra konunga sinna, frá því er Vilhjálmur bastarður braut landið undir sig árið 1066. En Hinrik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.