Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 71

Andvari - 01.10.1959, Blaðsíða 71
ANDVARI HINRIK VIII. OG ÍSLAND 181 með því að segja, að verði bætur ekki greiddar, verði hann að sjá þegnum sín- um fyrir bótum á annan hátt.eo) Hamborgarar voru ekki í þeim ham um þessar mundir að glúpna fyrir hót- unum einum saman. Þeir rituðu Hin- riki VIII. 7. sept. og neita öllum sökum fyrir hönd manna sinna að Básendum og biðja konung að taka undanfærslur þeirra gildar. Vilji Englendingar hins vegar ekki sættir, segja þeir konungi að senda sökudólgana ensku til Hamborgar, en þar skuli þeir verða dæmdir sam- kvæmt strangasta réttlæti. Að lokum segja þeir, að skærurnar á íslandi orsakist eink urn af því, að þar ríki aðeins forn hefðar- réttur, en hvorki góð skipan né lög- gæzla.01) I bréfi sínu minnast Hamborgarar ekki á mannvígin í Grindavík, enda kom á daginn, að fyrir þau ætluðu þeir ekki að svara til saka. Af beggja hálfu var setzt við að safna skýrslum um ofbcldis- verk andstæðinganna á Islandi, og eru skýrslur Þjóðverja óneitanlega viðameiri en Englendinga. Ráðsritara sinn, Her- mann Röver, senda þeir strax með bréf Hinriks á fund Danakonungs,02) en Hamborgarar voru þegnar hans sem her- toga af Holtsetalandi. 1 bréfi, sem Frið- rik I. ritar Hinriki rúmum mánuði síðar, segir hann, að þeir „hafi sýnt sér þessi bréf einungis til þess að reyna að sanna sakleysi sitt gagnvart yðar hátign". Frið- rik tók allar undanfærslur þeirra gildar, eins og síðar kom frarn, og ritaði Hin- riki mikið bréf um málið 13. október og bar þar á Englendinga margar þungar sakir og eru þessar hclztar: — Þeir krefjast sér til handa fiski- miða, sem íslendingar hafa einir setið að og nytjað lengur en rnenn muna. — •— Þeir hafa tekið með ofbeldi helnv lng af konungsskatti þetta ár. — — Þeir hafa stofnað til uppreistar gegn umboðsmanni konungs á eyjunni. — — Þeir neita að greiða toll. — — Blygðunarlaust eyðilögðu þeir, nytjuðu og höfðu á burt með sér að geð- þótta sínum bæði eignir konungs og eyjar- skeggja. — Af þessum sökum kallaði æðsti maður konungs Hamborgara sér til hjálpar „sem þegna vora og Brimara sem bandamenn vora“ og með þeirra aðstoð galt hann ofbeldisseggjunum í sömu rnynt. I þeim skærum, segir konungur, að nokkrir Englendingar hafi fallið, en sannlega hafi þeir unnið til þeirrar með- ferðar, sem þeir hlutu. Hann telur einnig augljóst, að þeir, sem beðnir voru urn hjálp í þessu máli, hafi elcki getað neitað um hana. Þess vegna biður hann Hinrik VIII. að hafa Hamborgara og Brimara afsakaða sem þegna og bandameixn lög- legs veldis síns og eyðileggja livorki né hindra verzlun þeirra í Englandi, ef meiri óþægindi og leiðindi eigi ekki að hefjast út af þessu máli.03) Þegar Hamborgurum var kunnugt bréf konungs, rituðu þeir Hinriki VIII. og segjast vera saklausir af öllum ofbeldis- verkum á íslandi, því að þar hafi þeir einungis veitt landstjóra konungs í lög- legum erindagjörðum, og gaf fógeti kon- ungs á íslandi þeim og Brimurum bréf upp á það, að þeir hefðu að beiðni hans veitt honum lið gegn Englendingum í konungsnafni. Einnig rituðu þeir Stál- garðsmönnum í London og glöddu þá með því að lýsa, hvernig Danakonungur hefði snúizt við málinu.04) Þegar hér var komið, átti Hinrik VIII. örðugt um vik í þessu máli. Ymsir þegnar lians kröfðust róttækra aðgerða, en Dana- konungur hótaði stríði með nokkurn hluta Hansasambandsins að bakhjarli, ef Iiann færi að vilja þegna sinna. Sigl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.