Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1991, Side 11

Andvari - 01.01.1991, Side 11
ANDVARI FRÁ RITSTJÓRA 9 einingu Menningarsjóðs og Pjóðvinafélagsins var Anna Karenina. Síðar kom vönduð útgáfa Hómersþýðinga Sveinbjarnar Egilssonar, enn síðar Játningar Ágústínusar, kviður úr Gleðileik Dantes, flokkur sagna eftir Nóbelshöfunda, forngrísk leikrit, Fást Goethes, sögur eftir Kafka, og svo mætti lengi telja. Því miður hefur farið svo um þetta eins og fleira hjá Menn- ingarsjóði að úthald hefur brugðist og afl til frumkvæðis verið lítið. Þó er merkinu jafnan haldið á lofti. Síðustu dæmi þess eru safn Jóns Óskars af þýðingum franskra ljóða, Ljóðastund á Signubökkum, og Sonnettur Shakespeares í þýðingu Daníels Á. Daníelssonar. Utgáfustarfsemi af þessu tagi er sjaldan hampað á málþingum. Má minna á orð Kristjáns Árnasonar í Andvara 1990 um sonnettuþýðingar Daníels: „Hér hefur verið unnið, í kyrrþey og fjarri fimbulglamri tímans, stórvirki sem er líklegt til að storka þeim óvinum sem mest er kveðið gegn í sonnett- unum: hverfulleika og gleymsku.“ Það væri annars gaman að kanna hversu miklu rúmi og tíma fjölmiðlar hafa varið til að fjalla um þessa bók eða aðrar slíkar og bera saman við það umtal sem frumsamin miðlungs skáldsaga fær hjá sömu miðlum. íslenskum bókmenntum fyrri tíðar sinnti Menningarsjóð- ur alltaf nokkuð og munu margir minnast með þakklátum huga litlu bókanna sem kallaðar voru íslensk úrvalsrit og opnuðu ungum lesendum inngöngu- dyr til ýmissa helstu skálda þjóðarinnar. Sú útgáfa féll of snemma niður, en nú stendur forlagið í samvinnu við Bókmenntafræðistofnun Háskólans að útgáfu stærri úrvalsritaflokks sem hafinn er aftur eftir hlé. Aftur á móti er það tæpast hlutverk Menningarsjóðs að gefa út nýjar frumsamdar skáldsög- ur eða ljóðabækur. Slíkt eiga önnur forlög að gera. Sumt af því tagi hefur ekki verið samboðið Menningarsjóði þótt annað sé fullboðlegt. Bækur með vönduðu úrvali ljóða, smásagna og ritgerða íslenskra höfunda eru aftur á móti kjörið verkefni. Undirstöðuútgáfu á heildarverki höfuðskálds eins og Stephans G. er vitaskuld mikill sómi að á útgáfuskrá forlagsins. Fræðirit af ýmsu tagi eru fyrirferðarmikil í útgáfu Menningarsjóðs ár hvert og hafa verið alla tíð. Sumt tókst ekki sem skyldi eins og flokkurinn Lönd og lýðir sem haldið var úti áratugum saman og lauk þó aldrei. Þetta reyndist miður vel heppnuð afurð alþýðufræðslustefnunnar. Önnur rit voru hins vegar þyngri á metunum. Menningarsjóður hafði þannig forustu um að láta rita Sögu íslendinga sem verða skyldi tíu binda yfirlitsrit. Ekki tókst að framkvæma það stórhuga áform þótt nokkuð miðaði. Verður fróðlegt að sjá hvort Bókmenntafélaginu tekst betur í þessu efni áður en lýkur. Mörg af fræðiritum Menningarsjóðs eru ekki til skyndisölu fallin en nauð- syn að þau komi út. Myndi það ekki teljast góður fengur fiskveiðiþjóð að e*gnast sögu hafrannsókna við ísland, svo að nýtt dæmi sé tekið? Að ekki sé minnst á hið mikla ritverk Lúðvíks Kristjánssonar, íslenskir sjávarhættir í fimm bindum, eitt stærsta verk Menningarsjóðs frá upphafi. Það var einnig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.