Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 81

Andvari - 01.01.1991, Page 81
ANDVARI Á ALDARÁRTÍÐ KONRÁÐS GÍSLASONAR 79 íslenska málfræði. í bréfum sínum um og fyrir 1840 nefnir hann slíkt ekki einu orði. Af bréfi til hans frá Hallgrími Scheving 27. febrúar 1841 má sjá að Konráð hafði í hyggju að fara yfir allt sem ritað var á íslensku og norrænu fyrir 1400.49 Sú könnun gat verið æskilegur undirbúningur að verki því sem fyrst varð til umræðu á fundi í Hafnardeild Bókmenntafélagsins 18. febrúar 1843 þar sem samþykkt var „að prenta skyldi þangað til að vori komanda beygingafræði (Formlære) íslenska, sem herra Konráð Gíslason bauðst að láta af hendi við félagið“.50 Prentunin dróst samt á langinn. Konráð greinir frá því í bréfi til Páls Melsteðs yngra 28. september 1845 að henni sé enn ólokið.51 Ekki leið samt á löngu þar til prentun lauk og má ætla að það hafi orðið í upphafi árs 1846. í endanlegri gerð hlaut bókin heitið: Umfnim-parta íslenzkrar túngu í fornöld. „. . . hvori jeg troer at have gjort en god Be- gyndelse til at vise hvorledes Elementerne til den nyere nordiske Sprog- udvikling allerede forefindes i 01dsproget“, sagði hann í oftnefndri greinar- gerð með umsókninni 1847. Björn M. Ólsen taldi að undirbúningurinn að samningu Frum-parta Kon- ráðs hefði hafist þegar hann varð styrkþegi Árnasafns árið 1839 og má það líklegt teljast.52 Sunnudaginn 8. mars 1846 birtist ritdómur eftir Sveinbjörn Egilsson um Frum-partana í Nordisk Literatur-Tidende. Hann ber lærdómi Sveinbjarnar glöggt vitni. Par gefur Sveinbjörn Konráði þann vitnisburð að hann hafi met- ið heimildir af skynsemi og gætni, en taldi ofviða að taka fyrir einstök efnis- atriði. Umsögn Sveinbjarnar var jákvæð og uppörvandi fyrir Konráð. Annar og síst ómerkari ritdómur eftir P. A. Munch prófessor birtist 12. ágúst sama ár í Literaturtidende í Kristjaníu. Líkt og Sveinbjörn Egilsson fór hann mikl- um viðurkenningarorðum um verkið og taldi að því mikinn feng fyrir Norð- menn. Samt var Munch ekki á sama máli og Konráð um tímasetningu elstu handrita og taldi þau eldri en Konráð. Einnig var að því vikið hvort Kon- ungsskuggsjá væri norsk eða ekki. Þá óskaði Munch eftir að Konráð gerði grein fyrir því hvers vegna hann fylgdi ekki kenningu Grimms varðandi klofningu. Þetta varð til þess að Konráð birti svargrein í Kjöbenhavnsposten 31. október 1846 þar sem hann gerði grein fyrir rökum sínum varðandi þessi at- riði. Hann skýrði út hvers vegna hann var ekki sammála kenningu Grimms um klofningu og færði frekari rök fyrir tímasetningu sinni á aldri elstu hand- rita. Hér var fremur um skoðanaskipti að ræða en ritdeilu og svargrein Kon- ráðs var málefnaleg. Það reyndist honum jafnan erfitt þegar hann var á önd- verðri skoðun við viðmælanda sinn. Konráð hugðist ekki láta sitja við þetta eitt. í áðurnefndu bréfi til Páls Melsteðs yngra talaði hann um að koma Frum-pörtunum út á þýsku. Sumt átti að stytta en annars staðar að auka við og lagfæra.53 Úr þessu varð aldrei
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.