Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 119

Andvari - 01.01.1991, Page 119
andvari „SÖNGÚR ER I SÁLU MINNI" 117 haga sinna, ljóð hans einungis bergmál eða eftirlíking ljóðlistar annarra skálda. Sá dómur hefur tvímælalaust haft neikvæð áhrif á gengi skáldsins og leitt það og verk þess inn í rökkur og þögn. Raunar er það athyglisvert, að Sigurði skyldi síðar sjást yfir frumleika höfundar Skriftamála, þar sem hann sjálfur hafði forðum valið löngu ljóði áþekkt form, óbundið, sem þá var nýtt í ís- lensku. Sigurjón reyndist þó enginn sporgöngumaður Sigurðar í óbundnum ljóðum sínum, sem áttu eftir að verða fleiri. Skriftamál einsetumannsins eru hvorki kynnt né sett upp sem ljóð í kverinu litla. En þeim, sem það les, dylst ekki að skáldið er óvenjulegur hugsuður og hlýtur að skipta miklu máli fyrir ákveðið tímabil í íslenskri bókmenntasögu. Raunar hygg ég, að það hefði breytt nokkru, þegar bókin kom út, ef textinn eða a.m.k. hluti hans, hefði verið settur upp með öðrum hætti, þ.e.a.s. eins og ljóð, og höfundur verið opinskárri á titilblaði og nefnt þar óbundin ljóð. Það eru Skriftamálin tvímælalaust, og öðrum þræði opin ljóð, eins og löngu síðar var nefnt. Hefði það talist til tíðinda árið 1928, ef þau hefðu verið nefnd svo upphátt og metin í samræmi við það. Taka má lítið dæmi úr bókinni og setja upp sem ljóð. Það er upphaf III. kafla, sem nefnist Skugginn: Við stóðum sitt hvoru megin við ána. Hún hélt í austur og eg í vestur. Hún hélt í austur móts við hækkandi sól. Eg í vestur móts við sólarlag og nótt. Nei. - í rauninni stóð eg kyr og nóttin kom á móti mér eins og svartur þokuveggur. Eins og myrkur skyndilegrar hríðar. Eins og dauði, sem á enga von. Og á myrkrið var skrifað með eldletri: Ættarfylgjan. Eg sá í anda forföður minn, sem gekk frá börnum og heimili, fór einmana um víðavang og dó hjá vandalausum. Og eg sá formóður hans, sem gekk út um kvöld og drukknaði í bæjarlæknum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.