Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 28

Andvari - 01.01.1951, Page 28
24 Barði Guðmundsson ANDVARI málstaður Þorvarðs var betri en honum hafði flutt verið og tók hann í sátt. 011 þau atriði, sem nú vom talin má finna, bæði í Ljósvetn- inga sögu og í Sturlu þætti. Jafnframt em merkilegar orðalík- ingar fyrir hendi í heimildarritum þessum. Um feðgana Höskuld og Þorvarð á Fornastöðum er komizt svo að orði: „Höskuldur .... var uppvöðslumaður mikill . . . . En fátt var með þeim frænd- um Þorvarði og Höskuldi, því að þeir voru öskaplíkir“. En um feðgana Snorra og Sturlu Þórðarson segir: „Snorri gerðist upp- vöðslumaður mikill. Voru þeir feðgar mjög óskaplíkir". Um Þorvarð eru höfð orðin: „vitur maður“ og „góður drengur“. Eins er kveðið að um Sturlu í þætti hans. Orðaval þetta staðfestir það, sem ráða mátti af efnismeðferðinni í Ljósvetninga sögu og Sturlu þætti, að höfundur sögunnar hefir fyrst og fremst Sturlu lögmann Þórðarson í huga, er hann lýsir Þorvarði á Fomastöðum. Skýrast nú í skjótri svipan áður tor- ráðnar frásagnir í Ljósvetninga sögu. Þá er Þorvarður kemur til Noregs og leggur skipi sínu á „voginn“ þar sem Haraldur kon- ungur hefir dvalarstað í landi, mælist Skeggi nolckur til þess við konung, að hann veiti honum styrk til að drepa Þorvarð og menn hans. Þá svarar konungur: „Það er eigi mitt, að láta drepa mína þegna. En þótt nokkur gerist til, þá mun á því umbun verða“. Ummæli þessi sýna það, að í fyrstu er konungi meir en vel vært þótt Þorvarður væri drepinn. Stóð hann þó í engum sökum við konung. Athugum svo frásögnina um komu Sturlu Þórðarsonar til Björgvinjar sumarið 1263, er Hrafn Oddsson hafði flæmt hann úr landi. Reyndist Magnús konungur Hákonar- son Sturlu sízt vingjarnlegar en Haraldur harðráði Þorvarði á Fornastöðum. Víð ráðgjafa sinn Gaut á Mel segir konungur um Sturlu: „Það hyggjum vér, að hann væri eigi hér kominn, ef hann væri sjálfráði, en þá mun hann reyna, þá er hann finnur föður minn .... Það er líkast, að eigi láti eg drepa hann. En eigi kemur hann í mína þjónustu". I báðum tilfellum blíðkast svo konungarnir brátt, er þeir fengu vitneskju um hina sönnu

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.