Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 45

Andvari - 01.01.1951, Side 45
ANDVARI Stefnt að höfundi Njálu 41 Hrafns í Lundarbrekku eru sagðir að vera. Bæjarnalnið Ljósa- vatn er ekki nefnt í Ljósvetninga sögu nema sem heimkynni Þorgeirs Ljósvetningagoða og svo í eftirfarandi setningum: „Gunn- steinn hét maður er bjó að Ljósavatni Þórðarson. Brandur hét son hans.“ — „Hverja meðferð viljið þið hafa, því að frændur vorir vilja allir með Eyjólfi vera nema Hrafn“ — Þorkelsson frá Ljósavatni." Það er augljóst, að ekkert handahóf veldur því að höfundur getur Ljósavatns, þegar hann kynnir þá Brand og Hrafn með Eyrar-Snorra og Vigfús Gunnsteinsson í huga. Ekki er síður merkileg setningin: „Kona Hrafns var ættuð úr Goðdölum." Nöfnin Goðdalir og Goðdælir koma fyrir á fjór- um stöðum í Ljósvetninga sögu og eru notuð til þess að tákna Skagafjörð og fyrirmenn þar í byggð. Svo sem ráða mátti af frá- sögninni um sættina í vígsmáli Þorkels háks stendur Sturla Þórðarson að baki Tjörva Þorgeirssyni í Ljósvetninga sögu. Um hann segir: „En hálfum mánuði fyrir þing reið Tjörvi í Goðdali, fyrir því að hann var mægður við H(afur).“ Ásbirningurinn Kálf- ur Brandsson átti Guðnýju dóttur Sturlu. Eftir orustuna við Kakalahól sendir Eyjólfur halti „menn til sona Eiðs í Ási í Borgarfjörð og bauð þeirn fé til liðveizlu og svo Goðdælum.“ Eins og fyrr befur verið sýnt er frásögnin um liðsbón Eyjólfs halta að mestu sniðin eftir liðsbón Þorvarðs Þórarinssonar fyrir Þveráreyrabardaga og heitið Goðdælir hér notað í staðinn fyrir forustumenn Skagfirðinga. Á Hegranesþingi segir Skeggbroddi við Snæfellingagoðann Gelli: „Þú ert fjölmennur mjög, Gellir, °g vel vingaður við Goðdæli." Snæfellingahöfðinginn Þorgils skarði, sem í liðsbónarfrásögninni er fyrirmynd að Gelli, var Ás- hirningur að móðurkyni og naut mikillar hylli hjá Skagfirðing- um. Þegar alls þessa er gætt, verður ekki torráðið hvað við er átt með setningunni: „Kona Llrafns var ættuð úr Goðdölum." Vigfús Gunnsteinsson var kvæntur Guðnýju dóttur Sturlu Sig- hvatssonar, en Sturla var Ásbimingur í móðurætt. Það lá alveg beint við að höfundur minntist kvonfangs Vig- f úss Gunnsteinssonar um leið og hann kallaði Hrafn í Lundar-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.