Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 57

Andvari - 01.01.1951, Page 57
andvabi Gervinöfn í Ölkofra þætti 53 „Herra, í orlofi að tala, get eg flestum verði eigi allhægt að stjóma ríkinu, nema þeim sem hann leggur hendur og höfuð a sem hann vill. Er og svo mikið ríki hans á landinu, að yðar menn skulu varla svo við horfa sem þeir þykjast mannan til hafa eður skaplyndi“.8) Árið eftir ritar svo Árni biskup Magnúsi kon- ungi bréf. Ræðir hann þar „um formenn og ríkisstjóm á íslandi °g segir biskup Hrafn Oddsson bezt fallinn af íslenzkum mönn- um til þess að ráða öllu íslandi . . . Hann segir og, að höfð- mgjar voru ósamþykkir sín í milli, en allir trúir konunginum. Þar næst stóð sú klausa, að biskup kvaðst nær við alla handgengna menn vel koma skapi, utan við Þorvarð“.°) Er ekki vandséð, hvað biskup er að fara, og góðurn árangri virðist hann hafa náð. Voru þeir og miklir vinir, Magnús konungur og Árni biskup. Sumarið 1277 sigldu báðir umboðsmenn konungs á íslandi, Hrafn og Þorvarður. Voru þeir þá erlendis í tvö ár. Mun Sig- hvatur Hálfdanarson hafa gegnt embætti Þorvarðs mágs síns á meðan. Árið 1279 var nýskipan gerð á landstjórninni. Hlaut Hrafn forstjórn yfir öllu Islandi og tignarheitið merkismaður. Gerðist nú uppgangur Ásgríms Þorsteinssonar, hins gamla vinar °g samherja Hrafns, brátt mikill, en Þorvarður hverfur í skugg- ann um langt árabil. Er hans aðeins einu sinni getið í sambandi Hð landstjómarmál á næsta áratug. Það var sumarið 1281. Fór bann af landi brott á því ári og virðist hafa að þessu sinni dvalizt erlendis um alllangt skeið. Kemur það varla til mála, að Ölkofra þáttur sé skráður eftir að Þorvarður lét af völdum og réðst til langdvalar í Noregi. Ovinátta Þorvarðs og Árna biskups átti rót að rekja til af- skipta biskups af embættisrekstri hans. Kemur þetta ljóst fram í bréfi Þorvarðs 1276, þ ar sem kvartað er yfir því, að valdsmenn i vart framfylgt lögum og rétti í landinu vegna ofríkis Frá höfuðorsök óþykktarinnar er þannig greint í „Sá hlutur dró og mjög til sundurþykkis með þeim, ^ð biskup tók þann mann til sín, er Ketill hét og var sonur etus prests Þorlákssonar, og lét skipta peningum hans með mnungs gc biskupsins. Árna söcm-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.