Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1951, Side 38

Andvari - 01.01.1951, Side 38
34 Barði Guðmundsson andvari komast, áður þeir fái eign hans". Hafði ívar liðsafnað fyrir og varð ekki af ráni. Gera bændur nú orð Sighvati Sturlusyni og Arnóri Tumasyni, að „þeir rými af þeim ófriði þessum". Þannig var málum kornið er Þorvarður úr Saurbæ talaði við ívar og feðgana frá Einarsstöðum í Valahrísum. Þeir Sighvatur brugðu skjótt við, er þeim barst orðsending Reykdæla. Og er her þeirra kom til hinnar hrjáðu byggðar, varð manni einum á Helgastöðum að orði: „Sjáið nú, sveinar, flokk þeirra höfðingj- anna, hvar ríður, enda skellur þar nú lás fyrir búr þeirra Reyk- dæla“. Þarf ekki frekar vitna við um það, livort biskupsmönnum hafi verið hleypt til fjárupptekta hjá hændum í Reykjadal um þessar mundir, þótt ekki sé getið sérstakra árekstra biskups og manna hans við aðra en Einarsstaðafeðga og ívar í Múla. En það voru einmitt þeir, sem Þorvarður úr Saurbæ ræðir við í Valahrísum. Má nú vissulega fara nærri um það, hvar frásagn- irnar af aðdraganda Helgastaðaorustu og flótta Höfða-Odda undan Höskuldi Þorvarðssyni séu upprunnar. Báðar hafa þær að stofni það sem Þorvarður úr Saurbæ sá og heyrði í Valahrísum- Um leið verður skiljanlegt hversvegna síðarnefndu frásögninni lýkur með setningunni: „Þá var mönnum hleypt til féránsdóma á hvern bæ“. Það var við Fnjóská, að Höfða-Oddi flýði undan Höskuldi Þorvarðssyni. Var Höskuldur riðinn „út á ána“, er Oddi greiddi honum axarhöggið. Ekki er á þessi nafngreind í sögunni, þótt fimm sinnum sé hennar getið í frásögninni af aðdraganda Kakala- hólsorustu. Höfundi er áin bersýnilega mjög hugleikin. Hann hyggur hana vera mikið vatnsfall, því ekki kemur til álita að hún sé reið nema á vöðurn. Þó „skauzt" hestur Eyjólfs á kaf við eina tilraunina til yfirferðar. í eltingaleiknum fyrir orustuna tekst livorugum flokknum að komast yfir fljótið. Var við því að búast um lið Eyjólfs halta, því hann hafði þá í hæsta lagi á að skipa þrem tylftum manna, en til varnar voru Veisumenn á hest- um sínum „eigi færri en sjötíu“. Hitt er undravert að þeir hirða ekki um það að hnekkja til fulls hinu fámenna árásarliði. Þott

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.