Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 40

Andvari - 01.01.1951, Page 40
36 Barði Guðmundsson ANDVARI gilssonar á Staðarhóli. Eriði hún hluta þessa höfuðbóls, er bróðir hennar féll frá árið 1185. Fluttist þá Þorgils prestur Gunnsteins- son, sonur Hallberu, vestur þangað. Síðar rekumst við á Pál prest Hallsson, bróðurson Þorgils prests, sem eiganda og ábúanda Staðarhóls. En sonur hans var Eyrar-Snorri, sem ásamt nafna sínum og frænda færði frarn liðsbónina við Sturlu Þórðarson á Staðarhóli. Fer það sannarlega, sem við mátti búast, að hugur höfundar leiti frá Ljósvetningum á Staðarhóli til Ljósvetning- anna á Einarsstöðum. Um þá síðarnefndu lá fyrir frásögn Þor- varðs úr Saurbæ, sem fjallaði um rán biskupsmanna í Reykjadal og Valahrísæfintýrið. Má hér greina merkileg hugsanatengsl hjá höfundi, bundin við bemskuheimili hjónanna Ingibjargar Sturlu- dóttur frá Staðarhóli og Þórðar Þorvarðssonar úr Saurbæ. Af þeim hugrenningum er sprottin hin annarlega lokasetning í frásögn- inni af flótta Höfða-Odda: „Þá var mönnurn hleypt til féráns- dóma á hvern bæ.“ XVI. NIÐRITUN. Eitt af höfuðeinkennum Ljósvetninga sögu er sú rótgróna óvild, sem þar birtist gegn Hrafni Þorkelssyni í Lundarbrekku. Þó er samúð söguhöfundar með Ljósvetningum mjög áberandi er hann greinir frá átökum þeirra við Möðruvellinga. Það er því líkast sem fyrirlitning hans á þessurn Ljósvetningi eigi sér engin takmörk. Vitur og meiraháttar maður á samt Hrafn að hafa verið. Koma hugmyndir höfundar um metorð hans og mann- virðingar glöggt fram í sögunni. í fyrstu hyggur Þorkell Hallgils- son á Veisu að Hrafn „fái til nokkur ráð, að við höfum hærra Idut“ í hinum fyrirhuguðu átökum við Eyjólf halta. Vænta þeir Veisumenn sér þá ekki stuðnings frá fleirum áhrifamönnum- Kvöldið eftir orustuna við Kakalahól segir svo Höskuldur við Þorvarð föður sinn: „Hvort skal skipa mönnum að mannvirð- ingu eða eftir framgöngu?" Hann svarar: „Hrafn skal mér næst- ur sitja.“ Loks er svo Eyjólfur halti látinn kappkosta um það. að ná „vináttu" Hrafns og sendir honum „hálfs eyris gull“ til

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.