Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1951, Page 90

Andvari - 01.01.1951, Page 90
ANDVARl Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. MannrcUindayl'irlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á alls- licrjarþinginu í París 10. desember 1948, og hafði það tekið mann- réttindanefndina hálft þriðja ár að ganga frá henni. Byggist yfir- lýsingin á inngangi sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, þar sem ræðir um „grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar“. Hugmyndina um alþjóðlega vemd mannréttinda er að finna í Atlantshafsyfirlýsingunni, og hún var einnig rædd á undirhúnings- ráðstefnunni í Dumbarton Oaks haustið 1944, enda er beinlínis gert ráð fyrir skipun mannréttindanefndar í sáttmálanum (68. gr.). í febrúar 1946 stofnaði fjárhags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna vísi að mannréttindanefnd, og í apríl sama árs lagði nefndin undir forystu frú Eleanor Roosevelt fram tillögur sínar um störf og starfshaatti. Skipuð var ritstjómamefnd fulltrúum Ástralíu, Chile, Frakklands, Líbanon, Sovótrikjanna, Bretlands og Bandaríkjanna. Tók hún saman uppkast, sem rætt var í nefndinni, og var ákveðió að leggja fyrir allsherjarþing sitt í hvom lagi uppkast að yfirlýsingu og fmmvarp að mannréttindaskrá, og náði yfirlýsingin samþykki allsherj- arþingsins 1948, en sjálfur alþjóðasamningurinn, mannréttindaskráin, er enn í undirbúningi. lnngangsorð. Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virð- ingai og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undir- staða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Hafi mannréttindi verið fyrir borð borin 02 lítilsvirt, hefur slíkt haft í för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafa sam- vizku mannkynsins, enda hefur því verið yfir lýst, að æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld, þar

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.