Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 1
NÝTT KIIiKJUBLAÍ) HALFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1906. Reykjavik, 15. maí. 9. blað. lð stíga d skip með Jesti. (Matt. 8., 23.-28.) ið Iífsins Genesaretvatn stendur hinn rnikli mannvinur Jesús Kristur og býður oss að stíga á skip með sér. Hann jrekkir hin mikilfenglegu náttúruöfl og hann þekkir þig og mig og veit hve oft lífsskip vort liggur undir áföllum á lífsins ólgufulla sjó. Hann býður oss að stíga á skip með sér, af því að það er hans rnesta unun, að hjálpa smælingjunum og styðja litilmagnana á þessari sjóferð. Hann þráir ekkert heitara en að mega vera vegbróðir vor allra, og það er sífelt bæn hans til sín himneska föður fyrir oss öllum, að vér mættum ákvarða oss til að stíga á skip með honum. En það er meinið mesta, að svo margir menn vilja helzt ekki stíga á skip með honum. Þeir vilja, ef svo mætti segja, sigla sinn eigin sjó, og meira en það: Þeir vilja líka helzt sigla á sínu eigin skipi, til þess sjálfir að g'eta ráðið ferðinni. Sjálfstæðisþráin er svo undur sterk hjá oss mönnununi. Vor náttúrlegi maður, svo fjötraður sem hann er á ýmsa vegu, linnir þó ekki látum að prédika fyrir oss, að vér ekki megum ganga neinum á hönd, sízt af öllu drotni, því að þá sé úti um hið eftirþráða sjálfstæði — þá fyrst verulega, Þetta er nú að einu leyti engin missýning. Það er hverju orði sann- ara, að sá sem stígur á skip með Jesú, ræður ekki lengur ferðinni, þvi að þar sem Jesús er innanborðs, þar er það ávalt hann, sem stjórnar, — og þar sein hann stendur við stjórn- völinn, er það ávalt hann, sem ræður stefnu skipsins. En hitt er þar á rnóti ekki satt, að það, að stíga á skip með Jesú og

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.