Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 12
116 NÝTT KIRKJUBLAÐ. legu bókasöfn, skóla, leikfimi og aðrar íþróttir, sem hin mesta stund er á lögð í hinum amerísku félögum. Marga ágæta menn og snillinga liafa félögin þar haft, er varið hafa lífi sínu og kröftum fyrir þetta málefni. Hvergi hefir félagið náð meiri hyllienþar. Forseti Banda- ríkjanna, Roosevelt, liefir haldið ræður í sölum þess, og lýst ánægju sinni yfir þessu þýðingarmikla starfi. Enda þótt það sé sorglegt að hugsa til þess, hve margar miljónir ungra manna eru í veröldinni, sem ekki ]>ekkja frels- ara sinn einu sinni að nafninu til, og þótt það sé þungt, að hugsa um alla hina mörgu ungu menn, innan kristninnar, sem fórna heiminum og syndinni öllu lífi sínu, þá er það þó hugg- unarj-ikt að sjá alla þessa blómgun guðsríkis á vorum tímum, og að minnast þess að árið 1844 var aðeins 1 — eitt — kristilegt félag ungra manna til í veröldinni og meðlimir þess 12, en að við síðastliðin aldamót voru félögin orðin yíir 6000 að tölu með meira eri hálfa miljón meðlima. Það getur eug- um dulist, sem á ]>etta lítur hluldrægnislaust, að ]>essi vöxtur er vitnisburður um hinn endurnýjandi kraft, sem guðs söfn- uður hefir enn, og að framkoma, vöxtur og viðgangur K F. U. M. á vorri tjð gefur oss hina gleðiríkustu von um sigur kirkjunnar á komandi tíð. „ír trúarsögu iorn-íslGndingau. Framh. Grein Helga doktors Péturssonar, sem er tilefniö til þess- ara athugasemda i „N. Khl “, fer með sömu kenningu og hið alkunna kvæði Þorsteins Erlingssonar, „Örlög guðanna": Krist- indómurinn er „austræna skrímslið," sem öllu spillir. Þetta er „trú“ fyrir sig hjá hiuum heiðruðu hðfundum, og er víst árangurslítið að deila við þá um trúargildi heiðin- dómsins og kristindómsins, en fremur kynni að mega búast við ejnhyerri niðurstöðu af því að rökræða menningargildi hjns

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.