Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 2
106 _______ NÝTTKIRKJUBLAÍ). _______________ fá honum stýristaumana í hendur, sé sama sem að glata sjálf- stæði sínu og frelsi. Miklu fremur verðum vér ]>;'i fyrst hins sanna frelsis aðnjótandi, ]iví frá ])ví augnabliki er vér stígum á skip með Jesú og trúum honum fyrir sjálfum oss, algjörlega, til líkama og sálar, fyrir þetta líf og annað, þá taka synda- hlekkirnir að detta af oss. I návist hans fær syndin sinn rétta syndarsvip. Þar hverfur öll gyllingin af syndinni—■ þessi gyll- ing, sem svo margra hefir freistað og valdið fjörtjóni svo margra á siglingunni um sjó lífsins. Maðurinn hættir að vera ánægður með syndaþjónustuna, frá því augnabliki, er hann stígur á skip með Jesú. En það er fyrsta sporið í áttina til að losna undan ánauðaroki syudarinnar. Að stíga á skip með Jesú er þvi ekki að varpa frelsi sínu fyrir borð og glata sjálfstæði sínu, heldur er ])að hverjum manni byrjun til hins sanna frelsis, ekki þess frelsis, sem vor náttúrlegi maður þráir, heldur þess frelsis, sem vor innri mað- ur þráir, sem hið bezta, helgasta og guðdómlegasta í eðli voru þráir. Að stíga á skip með Jesú er byrjunin til þess frelsis, sem Páll þráði svo heitt, er hann næstum veinaði uj>p yfir sig: „Eg vesall maður, hver mun frelsa mig frá líkama þessa dauða?“ eða sem Jesús talar um er hann segir: „Ef sonur- inn gjörir yður frjálsa, þá eruð þér sannarlegafrjálsir." Ilver sem stígur á skip með Jesú öðlast það, sem guðs orð kallar „hið dýrðlega frelsi guðs barna,“ — en það er frelsi til að geta öðlast hlutdeild í ávöxtuin endurlausnar Jesú, að geta í barnslegu Irausti nálgast hinn lifandi guð segjandi: „Abba, elskulegi faðir!“ getavarpað öllum ábyggjum sínum upp á hann, borið allar óskir sínar og ])arfir fram fyrir hann i vissri von um bænheyrslu, í stuttu máli: Að geta ausið úr guðs eilífu, ótæmandi náðarlindum: huggun, frið, styrkleika og eilíft líf. Þessa dýrðlega frelsis þurfum vér allir við, ekki meira og minna, sumir mikið og sumir lítið, heldur allir jafnt, menn og konur, ungir og gamlir, ríkir og fátækir, ])að er skilyrði fyrir því að líf vort verði sannarlegt lif, og ferð vor um lífs- ins sjó verði oss giftusamleg. En hvers vegna vilja menn ekki stíga á skip með Jesú til þess að öðlast þetta dýrðlega frelsi guðs barna? Fyrir sum- um orsakast það af vantrausti á Jesú. Þá vildi eg biðja um að gefa gaum vitnisburði hinna mörgu mörgu, sem reyndu

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.