Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 7
NÝTT KIEKJTJBLAÐ ^ _ 111 hygg eg hann verði mikill og almennur, er það verður aðal- regla að kennarar verði setlir til vistar á barnaheimili, til að taka þátt i heimilislífinu og gjöra ])að fegra og gofugra, um leið og þeir frœða, og í einu orði: Menta bæði yngri og eldri á heimilinu. Þeir ættu, svo oft sem þeir gætu því við komið, að taka þátt í heimilisstörfum og með því móti láta dæmi sitt kenna: Að virða vinmma og meta framleiðsluna. A því er engin vanþörf. Vinnuna fengju þeir sanngjarnlega borgaða hjá luisbændum, auk fýsilegra kennaralauna af al- mannafé. Þelta fyrirkomulag til undirbúnings undir unglinga- skóla og menningarpróf, er hið heillavænlegasta, sem eg get hugsað mér. En ekki er um það að ræða fyr en kennarar. eru orðnir margir. Og mikið fé þarf til alls þessa. En það er sanngjarnlegt, að mannfélagið, sem á að njóta unglinganna og gjörir menningarkröfnr til þeirra, beri kostnaðinn, sem til þess þarf, að kröfurnar verði uppfyltar. En heimildarlögin til fræðslusamþykta — koma þau ekki í hága við þessar hugsjónir? Þvert á inóti. Til þess lært verði af reynslu, þarf reynlsa að koma, hún þarf að hafa sem frjálsastan framgang. Nú geri eg ráð fyrir, að til jafn- aðar verði hver hreppur eitt fræðsluhérað, en stundum þó tvö; aftur annarstaðar tveir hreppar, eða hálfur annar, eitt fræðslu- hérað, eftir því sem haga þykir. Svo gjöri eg ráð fyrir, að sitt fræðsluhérað setji hverja aðferðina í samþykt sína: Eitt stofnar skóla, annað heldur farskóla, þriðja kýs eftirlitskenslu — sem með tímanum ætti að leiða tíl kennaravista. — Svo gerir liver aðferðin sitt bezta til með kensluna, — keppist hver við aðra. En hið almenna próf sýnir að lokum hvaðan börn eru bezt að sér. Og eftir þannig lagaða nokkurra ára reynslu, verður það, sem bezt gafst, víðar og viðar tekið upp og að lokum alstaðar. Samþyktir hafa þann mikla kost fram yfir föst lög, að þær gefa mönnum færi á að alla sér fjölbreyttari reynslu til að læra af, — auk þess sem það fyrirkomulag er frjálslegra, og þar af leiðandi ánægjulegra. Kæmi það nokkurstaðar fyrir, að menn vildu misbrúka þetta frelsi, ])á tekur kenslu- stjórnin í taumana og neitar samþyktinni staðfestingar. En á prófið legg eg þó mesta óherzlu.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.