Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 6
110 NÝTT KIRKJUBLAÐ^ sem það yrði nú á 17., 18., 19. eða 20. aldursárinu; það mætti ekki einskorða. Þeir, sem eklá gœtu J>að, mundu ]rví fremur nota tiverja tómstund og hvert tækifæri til að aflasér þekkingar og kunnáttu. Hjá þeim, mörgum hverjum, mundi mentunarfýstin verða livað ríkust — því allir vilja „höndla hnoss,“sem óhægt er að ná, en meta það lítds, sé ]>ví haldið að þeim. Setjum nú svo að frœðsla harna og unglinga komist í það horf, sem æskilegt væri. Þarf þá ekki meira? Getur frœðslan eingöngu gei-t manninn eius og hann á að vera — gert hann sannmentaðan? Það hygg eg fjarri fara. Frœðslan er, að rnínu áliti, ekki nema önnur Iiliðin á sannri mentun: Hin hliðin er góður og göfugur lmgsunarháttur, og hana hygg eg eins áríðandi, nema framar sé. Mig undraði, þá ereglas frumvörpin, að ]>au leiddu þessa hlið mentunarinnar alveg hjá sér. Og á henni sannast þó, fremur flestu öðru: „Smekkur- inn sá sem kemst í ker, keiminn lengi eftir her.“ Þó börn læri fáein ættjarðarkvæði, þá ríður ]>að engan baggamun í þessu efni. Menn kunna nú að segja að þetta eigi kristindóms- námið að gjöra. Það mun þó ekki meining þeirra, sem vilja koma á almennri skólaskyldu barna, en fela þó heimilunum kristindómskensluna: Það er sama sem að ætla henni eng- an tíma. Án efa má að miklu leyti þakka það kristindóms- náminu og prestunum, að vér erum ekki lakari en vérerum, svo mikið „víkingablóð“ sem í oss er. Mikið vantar þóá, að vér höfum alment tamið oss, að snúa „víkinga-“eðlinu upp í göfugleik. Það þurfa kennararnir að kenna börnunum, og verður kennaramentunin að undirbúa ]>á til þess. Væntanlega gjöra prestarnir líka sitl til. En í ]>ví efni missa þeir því méra af þýðingu sinni, sem þeim er meira fækkað. Við það tapast að mestu þau áhril' sem kunningsskapurinn veitir. Kennarar gætu að líkindum haft mikil og góð áhrif með fyrir- lestrum, frásðgum um göfuga menn og með lifandi heimfærslu 111 kristindómsins. Þó er dœnii kennarans sjálfs betra en nokkuð annað, Ogtilþess þarf hann að umgangast börnin, og helzt að vera iðulegur gestur á heimilum þeirra. Byrja verður nú með ]>ví, að hinn tilvonandi kennara- skóli fái ]>að verkefni, að undirbúa kennaraefnin sen> bezt í þessa átt. Svo kemur árangurinn smám saman. En þá fyrst

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.