Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 9
NÝTT KIRK.TUBLAÐ. 113 hverri borginni á fætur annari og breiðast þaðan út um sveitirnar. Sama haustið 1S78 kemst hreyfingin til Danmerk- ur. Tildrög félagsins þar voru þau að tveir þýzkir iðnsvein- ar koma til Kaupmannahafnar og fá atvinnu þar; höfðu þeir heima í átthögum sínum notið góðs af félaginu, en sakna nú vina i stað, er þeir voru framandi og öllum ókunnugir. Þeir byrja svo á því að stofna „bræðrahring“ með 7 meðlimum. „Hringurinn" óx og leita þeir þá á fund hins mikla presta- skörungs Frimodts og hiðja hann ásjár, svo að stofna mætti félag þetta. Leilzt síra Frimodt vel á málið, en dró það þó á langinn, af því að honum fanst, að þá vantaði heppilegan for- göngumann. Svo um haustið 1878 kemur presturinn við Garni- sonskirkjuna V. Schousboe heim úr utanland.-för sinni. Hann liafði verið staddur í Geneve og verið á fulltrúafundinum, og þannig var hinn rétti forgöngumaður fundinn. Svo var fé- lagið stofnað 16. sept. 1878 og varð Schousboe formaður. Ilafði hann það starf á hendi í 10 ár, þangað lil hann varð biskup í Álaborg. Hann dó árið 1900. Síðan hefir Kaup- mannahafnar-félagið eflst og aukist undir forustu hins elsku- lega formanns, Bangerts, sem ber með sér sólskin og æsku- gleði hvar sem hann fer, þótt hann nú sé orðin gamall og grár. Marga dnglega samverkamenn, lærða og leika, hefir hann haft með sér t. d. greifa Jóakim Moltke, hirðstjóra krónprinsins. Hefir Moltke í mörg ár verið starfandi maður í félaginu, og ber J>að ekki sjaldan við, að hann nemi staðar á miðri götu til þess að Jn-ýsta hönd einhvers al])ýðudrengs eða unglings úr félaginu og segja nokkur vingjarnleg orð við hann. Hann hefir og verið bjargvættur og hjálpari fleiri nauðstaddi'a manna en nokkur hefir af að segja. En sá mað- ur, sem síðast liöin 10 ár hefir verið lífið og sálin í öllum framkvæmdum félagsins inn á við og út á við, er þó aðal- framkvænidarstjórinn, cand. theol. Olfert Ricard. Hann er af ríkum og göfugum ættum og vegui'inn hefir staðið honum opinn til kirkulegs frama, ]>ví maðurinn er gæddur frábærum gáfum og prýðilega að sér um alla atgjörfi, en hann hefir kosið hinn kostinn að fórna öllu fyrir hið elskaða málefni og svo ósleitilega hefir hann starfað í þessi tíu ár að hann er orðinn grár fyrir hærum, ])ótt hann sé ekki nema um hálf- fertugt, en æskufjörið, áhuginn og hinn brennandi kærjeikur

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.