Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 8
112 NÝTT^KIRKJUBLAÐ. Þessar bendingar bið eg góða menn að virða ábetraveg og ganga ekki framhjá þeim, heldur taka þær til alvarlegrar yfirvegunar. Br. J. Iristilegt félag ungra manna. (K. F. U. M.) Eftir sira Friðrik Friðriksson. II. Yöxtur og útbreiðsla. (Niðurl.) Eins og áður hefir verið getið um, voru alt af við og við haldnir alþjóðlegir fulltrúafundir hingað og þangað, en þó verður tæplega á þessu tímabili talað um nokkra fasta, reglu- bundna alsherjar felagskipun meðal K. F. U. M. í hinum ýmsu löndum. Með árinu 1878 hefst nýtt tímabil í sögu félagsins. Á því ári var baldinn fulltrúafundur í Geneve; var ]>ar komið á fót föstu félags-sambandi fyrir heim allan, með fastri alls- herjar stjórn og höfuðstöðvum í Sviss. Helztu mennirnir í þessari alþjóðlegu stjórnarnefnd (le comité Central lnternatioual) voru þeir prófessor E. Barde og Charles Fermaud (Fermó). Fermaud varð þá strax aðal-framkvæmdarstjóri veraldarsam- bandsins og hefir verið ]>að síðan. Frá þessu ári hefst reglu- leg útbreiðslustarfsemi, og margháttuð viðskifti milli hinna einstöku félagshluta inn á við. Hjá stjórnarnefndinni safn- ast allir félagsjiræðirnir saman, og þaðan renna stórkostleg á- hrif út til fjarlægustu landa. Framkvæmdarstjórarnir eru sendir út og ferðast árlega um í ýmsum löndum, stofna ný félög, þar sem engin voru áður, koma félögum, sem stofnuð hafa verið fyrir utan sambandið, inn í heildina, og styrkja veik félög o. s. frv. Stjórnarnefndin gefur úl biað á þrem málum: frönsku, þýzku og ensku, og verður ekki í stuttu máli lýst framkvæmdum hennar. Marga rekur víst minni til komu Fermauds 1902 og hinnar ljúfmannlegu framkom hans. — Við stofnun allsherjar stjórnarnefndarinnar myndast, sem sagt, nýtt tímabil í sögu félagsins. Félög eru stofnsett í

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.