Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 115 víða mikilli fólfestu og stór-þrifum. En hvergi hefir ]iað þó náð slíkum vexti og viðgangi sem í Norður- Ameríku. Árið 1851 var jiaö l'yrst stofnsett þar, en heldur bar lítið á ]>ví fyrstu árin. En svo kom borgarastríðið. Hóf ]>á K. F. U. M. með miklum áhuga og dugnaði starfsemi sína meðal hermannanna og komst við ]>að í mikið álit og hlaut vinsældir æðri og lægri. Um líkt leyti tók hinn nafnkendi prédikari Dwight Moody til starfa i félaginu og hafði starfsemi hans hin blessunarríkustu áhrif á félagið. Nokkrar tölur munu nægja lil ]>ess að sýna ]>á undursamlegu útbreiðslu, sem félagið hefir fengið hjá hinni frjálsu og hagsýnu ]>jóð : Árið 1903 áttu amerísku félögin yfir 400 byggingar, sem til samans voru metnar á 85 millión- ir kr. Á því ári tóku 25,000 ungir menn þátt i hinum föstu bibliulestra-flokkum víðsvegar um landið og 29,000 piltar gengu á kvöldskólana, sem félagið lét halda, og sem hafa fengið svo mikla viðurkenningu, að próf frá þeim veita meðmæli eins og próf frá ýmsum skólum rikisins. Félögin i Norður-Ameríku leggja mikið kapp á að slarfa meðal hinna ýmsu stétta, og hefir orðið mikill árangur afþví. Frægust og víðtækust af öllum greinum félags-starfseminnar er sú, er vinnur meðal stúdentalýðsins. Sú grein er liður af félagsstarfinu og stendur í sambandi við höfuðstjórn þess, en vinnur þó á sérstakan hátt, og hefir sína sérstöku forvigis- menn. Sú hreyfing hefir náð fótfeslu við flesta háskóla heims- ins, og komið þvi til leiðar, að margar þúsundir af háskóla- gengnum mönnum hafa farið út í beiðingjalöndin lil þess að boða fagnaðarerindi Krists. Jobn R. Mott heitir sá, er nú er mestur framkvæmdamaður í þessari hreyfingu. Þá er talað er um K. F. U. M. i Ameríku, má ekki gleyma að minnast á félagsdeildir járnbrautarmanna. Yfir 200 kristileg félög ungra járnbraularmanna með nálægt 20,000 félagsmönnum eru í Bandaríkjunum og Canada. Þessar félagsdeildir eiga yfir 100 byggingar. Þess ber að geta, að járnbrautarhlutafélögin leggja fram að helmingi kostnaðinn við ]>essa starfsemi í viðurkenn- ingarskyni fyrir hið blessunarríka starf. Hér yrði alt of Iangt mál að lýsa allri hinni margháttuðu starfsemi K. F. U. M í Ameríku. Ætti að fara að lýsa öllu þvi, er þau gjöra fyrir „likama, sál og anda“ ungi’a manna, ]>á yiði ]>að stærðar- bók. Hér er elcki rúm til þess að tala um öll hin stórkost-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.