Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 109 linga í ýmsum stöðum, og hefi því mörgum fremur haft tæki- færi til að kynnast þessu. Þannig bendir mín reynsla til þess, að barnakensluna ætti eigi að gjöra dýrari en hjá verður komist, og eigi ætti að heimta meira af 14 ára barni en þörf er á til undirbúnings undir unglingaskóla. Því unglingaskóla álít eg miklu þýðingarmeiri fyrir al- þýðumentunina en barnaskóla. A 16—20 ái’a aldrinum fá ílestir nægan þroska til þess að geta liaft eigi aðeins hug- mynd um nauðsyn mentunar iieldur og tilfinningu fyrir henni. En ]»á fyrst er von um not af náminu fyrir lífið. Það væri því mjög æskiiegt, að hér um hil hver einasti unglingur gæti gengið á unglingaskóla 1 vetur eða 2 hálfa vetur, að niinsta kosti einhverntíma á aldursárunum frá 16—20. Mér væri, meira að segja, nærri skapi að gjöra það að almennri Iagaskyldu, ef eg sæi ekki nýja hindrun, sem þar er að koma í veginn. Eg meina ekki vöntun skóla eða kennara: skyldan gæti ekki komið til greina, fyr en úr þeirri vöntun væri bætt. En eg meina verkafólksskortinn á heimilunum. Nú fjölgar þeim bændum óðum, sem ekkert verkafólk hafa við að styðjast utan börn sín, þau er á þroskaskeið eru komin. Mundi margt heimili verða ósjálfbjarga, ef á þeim börnum lægi skólaskylda. Er því ekki fært að Iialda henni fram, með- an það ástand ekki breytist til batnaðar. Hvað á ])á að gera? Eitt ráð er eftir, sem eg man ekki til að hafa séð á prenti, en sem eg liygg vera mjög þýðingar- mikið. Það er almenn prófskylda unglinga á 18.—20. ári. Eg liugsa mér það á þá ieið, að kenslustjórnin sendir próf- dómendur, 1—3 í sýslu, er halda prófin í fræðsluhéruðunum með aðstoð kennara og jiresta. Undir próf gangi liver ung- lingur 18 vetra, livort sem hann hefir gengið á skóla eða ekki, hindri forföll, þá 19 ára, hindri enn forföll, þá 20 ára. Vitnis- burð hvers eins skal svo prenta í „Próft 'Mndum.“ Þar geym- ast nöfnin með sæmd eða vansæmd. Þcir sem aldrei mæta fái aldrei hússtjórnarréttindi, kosningarrétt eða kjörgengi til opinberra sýslana Auðvitað þurfa prófdómendur að hafa fengið mentun á kennaraskóla, eigi síður en kennarar unglingaskól- anna. Varla fæj-i hjá því, að af þessu leiddi það, [<að allir unglingar, sem mögulega gcelu, sæktu unglingaskóla, hvort

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.