Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 13
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 117 nýja siðar, fyrir feður vora, er peir aðhyltust liann fyrir 900 árum. Getum vér hugsað oss bókmentir vorar án kristnitökunn- ar? Eddukvœðin voru auðvitað möfg hver ort í heiðnum sið, en hve lengi hefðu þau getað varðveitzt með menningarfærum heiðnu víkinganna? Frumfræðin sjálf, að lesa og skrifa, koma beint með kristninni. Námsæfmgin fyrsta er á tíðabókum prestanna. Fæstra færi að læra utanbókar pistla og guðspjötl árið um kring, oglderkar neyddust til að kunna að lesa og rita, ])ó ekki hefði verið annað aðhaldið. Sjálf ritlistin kemur með kristninni, og síðan halda klerk- arnir aðallega upj)i bókmentunum, og klauslrin varðveita pær. Helgafellsklaustur á mestan og beztan hlut að ])ví, livað sög- urnar eru fjölskrúðugar frá suðvesturhluta landsins; og ])að tvent fer aftur san)an, að austurhluti landsins er svo sögu- snauður og þar var ekkert klaustrið fyr en rétt undir siðbót. Sérstakt lán var það bér á landi að kirkjan drap eigi niður íslenzku þjóðerni og íslenzkri tnngu fyrstu aldirnar tvær, en slik hætta stóð annars þjóðunum af kirkjunni með latín- unni einvaldri í riti, ef eigi í tali, og samræmingarkröfunum um gjörvöll kristin lönd, og alheimsmótinu. Hefði kristniboðið verið rekið hér frá erkistóli í Hamborg, og skipun kirkjumála ])egar í stað komið rétta boðleið frá páfa, eru allar líkur til þess að þjóðlegu bókmentii-nar okkar hofðu orðið næsta fá- skrúðugar. Doctor Helgi segir að þeir belgu mennirnir, biskuparnir Jón og Þorlákur, hafi verið skaðlegir forníslenzkri menningu. Of- mælt er það. Þarfur maður var heilagur Jón íslenzkri menn- ingu, er hann spandi út hingað með sér Sæmund Sigfússon, og er hann setli skólann á Hólum. SíraMatthías nær sem oftar rétta sögudóminum í erindum sínum „Hólastóll með hefð og sótna,“ sem hann yrkir út af orðum sögunnar um hina miklu „iðn og athöfn“, sem var á stólnum hjá Jóni, „sumir rituðu, sumir sungu, sumir námu, sumir kendu.“ Enn má minnast þess, að Jón var stofnandi Þingeyraklausturs og lærisveinar hans voru fyrstu ábótarnir, og hve mikið eiga sögumentir vorar ekki einmitt því klaustri að þalcka? Þetta ætli að vera nóg til að fyrirgefa Jóni sérvizkuna ])á, að afnema dagaheitin fornu, og sjálfsagt hefir hann hal't ástæðu tíl að amast við dans-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.