Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 14
NÝTT KIRKJÚBLAÐ. 118 kvœðunum, eins og með pau var farið. Jón Ögmundsson var „íslenzkur“ þrátt fyrir alla sína helgi, en síður verður það sagt um Þorlák, enda er liann hinn fvrsti fylgjandi kirkjuvaldslag- anna sunnan að og rekur erindi stólsinsí Niðarósi, en Jm hafði Þorlákur í œsku ráðist undir hönd Eyjólfs prests Sæmunds- sonar í Odda, í höfuðstað íslenzkrar menningar, og numið hafði Þorlákur af móður sinni „ættvísi og mannfræði," Það er glámsýni þetta, að telja siðaski]>tin rótinaað hnign- andi siðmenning, ef það er þá eigi bara leikur með öfgar og fjarstæður. Dæmin eru Ijós frá heiðnu útkjálkum Nðrðurálf- unnar, sem kristni siðmenningar straumurinn náði eigi til fyr en eftir rnargar aldir. Það er spegillinn. Það er eigi síður villandi að gefa það í skyn, að andleg- ur þroski víkinganna heiðnu til siðgæðis og menta hefði dafn- að og vaxið, hefði eigi tekið fyrir viðkristnina. Einkennilegt er orðalagið hjá höfundinum, að það „hlaut að reka að guðleys- inu fyrir þeim jafnframt ]iví sem siðferðishugmyndir þeirra fullkomnuðust“. Þessi ágæti kynþroski víkinganna stafaði frá yfii'burðum þeirra í sjósókninni. Þeir voru rándýrin með hið víða veiði- land vestur og austur. En að sama skapi sem félagsski])- un komst á í löndunum með traustari varnir, var víkinga- lifið sjálffallið úr sögunni, með yfirburðum sínum og grósk- unni, fitaðri af blóðstraumum. Doktor Helga er meinilla við dýrlingadýrkunina, en verð- ur víkingadýrkunin betri? Hún kemur auðvitað vel heim við kenningar Nietzsche. Yíkingarnir voru menn eftir hans hjarta, með sjálfselsku — siðalögmálið eitt ráðandi „fyrir handan gott og ilt“. Annars er óþarfi að saka gyllendur hinnar heiðnu forn- aldar vorrar um að þeir taki dóma sína frá Nietzsche. Þetta hefir lengi brunnið við hjá oss bæði í bundnu og óbundnu máli. Þeir sem staddir voru á Oddeyri á þjóðhátiðinni 1874, kunna að minnast ræðu séra Arnljóts heitins Olafssonar, þar sem hann af miklum lærdómi og mikilli snild rakti lífssögu þjóðarinnar, og eftir sat í hugum áheyrendanua sú ályktun af tölunni, — beint var ])að eigi sagt — að hnignunin hefði byrjað með kristnitökunni, en fyrst farið um þveibak með sið- bótinni. í „Nýjurn Félagsritum11 1864 talar Jón Sigurðsson

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.