Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 4
108 NÝTT KIRKJUBLAÍ). vof stendur nú á, en gerði ráð fyrir, að me.ð tímanum yrði málinu komið i fullkomnara horf, eftir því sem reynslan sýndi að bezt gæíist. Mun ])ví varla verða neitað, að þetta var skynsamleg niðurstaða, því öll sönn framför byggist á því, að stíga livert sporið fram fyrir annað, með leiðsögn reynslunnar; en stóru stökkin, sem hlaupa yfir hana, munu sjaldan borga sig. — Þó sýslunefndin Iegði ekki aðaláherzluna á kostnaðinn, þá mun þó fáum sýnast vanþörf á að reyna, hvort ekki er unt að ná sama fræðslu-árangri með dálítið minna kostnaði, en frumvörpin gera ráð fyrir. Þess er að gæta, að á mönnum hvílir svo margur og mikill annar kostnaður, sem fersíhækk- andi, og veitir þegar fullerfitt að bera. Það væri naumast hyggilegt, að gjöra svo stórt stökk til þess að auk v útgjöld manna, að meiru muni en gjaldþol þeirra tekur framförum. En hér er um stórt kostnaðarstökk að ræða Sjálfsagt væri þó að „treysta á frenista“ með kostnaðinn, ef full vissa væri fyrir ]>ví, að árangurinn yrði jafnstórt stökk áfram iscmnri mentun alþýðu vorrar. En eg fyrir mitt leyti efast rnjög um að svo yrði. Og hér kem eg nú að aðalatriðinu sem fyrir mér vakir: Hluturinn er, að eg hefi kynst svo mörgum unglingum, sem höfðu lært á góðum barnaskólum, sumir í Reykjavík, en voru þó, eftir fá ár, engu betur að sér en unglingar á sama reki sem aðeins höfðu notið heimakenslu eða farkenslu. Undantekningar kunna þetta að vera, en helzt til eru þær þá margar. Það er fjarri mér að kenna skólunum þetta. Þeir geta ekki að því gjört, þó því sem lærl hafði verið, sé týnt niður aftur! En það er víst alt of alment. Og það óttast eg fyrir að vrði eins eftir sem áður, þó barnakenslan yrði gjðr svo og svo miklu dýrari. Hvers vegna? Af því nemendurnir yrðu eftir sem áður börn, sem ekki hafa fengið nægan þroska til að hafa full not af námi sínu. Þau læra undir aðhaldi og eftirrekstri, sem er drepandi fyrir námfýsn- ina hjá fjölda þeirra, þau leggja hart á sig aðeins vegna prófs- ins, en tilfinningin fyrir því að námið er fijrir lífið, er að- eins hjá stöku barni vöknuð fyrir 14 ára aldur. Er þá nokkur furða þó þau, mörg hver, sleppi því úr huga er að- haldið hættir? Eg hefi nærfelt 30 ár fengist við kenslu barna og ung-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.