Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 107 það í löngu lifi sinu, að eiga alt sitt undir Jesú, eg trúi ekki öðru en að þá mundi fara að langa lil að prófa það sjálfir, hve mikinn sannleik sá vitnisburður hefði að geyma, — því hér sannfærist enginn til fulls nema hann reyni sjálfur. En svo eru aðrir sem segja: Eg er ekki nógu góður maður til að slíga á skip með Jesú. Eða: Eg hef ekki uæga syndar- meðvitund eða nægan náðarþorsta í sálu minni til að stíga á skip með Jesú. Hina fyrri vildi eg mega spyrja: Hvenær heyrðuð þér, að Jesús segði við nokkurn syndara: Þú ert svo vondur maður, að eg get engin mök við þig átt, farðu heim til þin og reyndu að verða hetri maður, kom síðan til mín, og þá getum við lalast við? — — En til hinna siðari vil eg segja: Einmitt þú þarft að stíga á skip með Jesú, til þess að syndar- meðvitund þín fullkomnist og náðarþorstinn aukist, því að fyrst i návist hans, hins heilaga, fær syndin sinn rétta syndar- svip, og fyrst i návist lians getur náðarþorstinn orðið eins brennandi og hann á að vera. Nei, komum öll til hans eins og vér erum, annars getum vér aldrei orðið eins og hann vill að vér verðuni. Stigum «11 á skip með Jesú, og sjá, það verður dýrmæt- asta heillastundin í lífi voru. Amen. Pendingar um alþgðumentamdlið. Af málum þeim, sem sýslunefndarfundurinn í ÁrnessýsUi (22.—27. apr. 1906) hafði til umræðu, var málið um fræðslu barna án efa þýðingarmest. Stjórnarráðið lagði fyrir fundinn, til álits, 3 frumvörp til laga um fræðslu barna: Eitt frá sér, eitt frá Guðmundi Finnhogasyni og eitt frá efri deild alþingis. Það er óhætt að fullyrða, að fundurinn varði sinum beztu kröftum og mestu alúð 11 að leita hinnar heppilegustu niður- stöðu í því máli. Og niðurstaðan varð sú, að hann félst eindregið á efri deildar frumvarpið, eu tók þó fram nokkrar breytingar á því, er liann áleit nauð.-ynlegar. Þessa niður- stöðu miðaði fundurinn einkum við það þroskastig, sem þjóð

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.