Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 15

Nýtt kirkjublað - 15.05.1906, Blaðsíða 15
NÝTT KIKK.TtÍBLAÍ). ^ ^ ^ U9 um pessa algengu dóma, aS „heiSindómurinn hafi veriS bezt- ur á Islandi, og heiSingjar í fornöld menlaSastir og ypparstir menn, kristna öldin meS páfatrúnni svona í meSallagi, lakari nokkru en heiSindómurinn, en þó nokkru skárri en lúterska öldin“, og sýnir hann fram á skekkjuna í slíkurn fullyrSingum. Slíkar ásakanir geta komiS af hollri vandlætingu í og meS, og ekki verSur þaS út skaíiS, hvaSa óheillaöld gekk yfir landiS npp úr siSbótinni. Er þetta alt stórmerkilegt ihugun- arefni fyrir sögumenn. Doktor Helgi tekur eigi meS siSaskift- in síSari, og verSur því eigi rætt um þau í þessum greinar- stúfum, en eftir er eitt liugvekjubrotiS út af tali höfundarins um Sturlungaöldina og helvítiskenninguna. „Nýtt Kirkjublað11 var mörgum hér kærkomiun gestur, þegar 3 fyrstu tölublöðin af því nú fyrir sköinmu komu hingað. „Verði Ljós“ átti hér um bygðir marga vini, sem sáu mjög eftir því, þeg- ar það hætti að komaút. Og þessvegna íóru menn líka að hlakka til, þegar sú fregn barst hingað, að von væri á nýju kirkjulegu tímariti að heiman. Og það var ekki nema eðlilegt, að kristilega hugsandi fólk hlakkaði til, sem á annað borð hugsaði nokkuð um kristindóm — og kirkjulífið heima á ættjörðunni. JÞví þaðan kom seinasta árið lítið af kirkjulegura fréttum. Blöðin sem hingað bárust þaðau voru — og eru eun — full af pólitiskum ópum og óhljóðum, og þeim sumum ófögrum; en kirkju og kristindómi hafa þau lítinn gaum gefið; um þau mál hafa þau lítið sem ekkert annað haft meðferðis en einstöku embættaveitingar og auglýsingar um síðdegisguðsþjón- ustur í dómkirkjunni og katólskar messur í Landakoti. En hór iangar íólk til að vita hvað kirkjan heiraa er að starfa, hvað leiðandi menn hennar eru að liugsa, hver velferðarmál eru helzt á dag- skrá hennar. Og það er ekki af tómri forvitni sem menn langar til að vita þetta. £>að er af þeirri sömu hvöt sem eina herdeild langar til að vita hvað þeirri næstu liður; það er af því, að velferðarmálið, sem íslenzku kirkjufélögin beggja vegna hafsins eru að berjast fyrir, er hið sama: efliug og útbreiðsla guðsríkis, fyrst og fremst meðal barna íslenzku þjóðarinnar, og svo eins langt út á við og kraftarnir leyfa. Er það ekki eðlilegt að bvorirtveggja vilji vita hvað liinum líður? — Guð gefi að „Nýtt Kirkjublað'1 megi á ókomnum tíma flytja okkur bræðrunum og systrunum hérna megin hafsins marga gleðifregn um drengilega baráttu safn- aða og einstakiinga fýrir hiuu mikla og biessaða sameiginlega áhugamáli og um margan uuninn sigur, marga fagra og göfuga hugsun, marga þarfa hugvekju, og marga hlýja bróðurkveðju! — Dú hefir mælzt til þess, að ég sendi blaðinu við og við fá-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.