Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 7
1. HEFTI — 15. ÁRQ. 1942 TÍMAMT IPNAÐARMANNA GEFIÐ ÚT AF LANDSSAMBANDI IÐNAÐARMANNA í REYKJAVÍK ÁRAMÓT. Aldrei liafa iðnaðarmenn lcomið jafnmikið við sögu í þjóðlífi Islendinga eins og um siðustu áramót. Síðara hluta desembermánaðar og all- an janúarmánuð stóð slöðugur styr í efstu röð- um stjórnmálanna um framferði þeirra. Nokkr- ar iðngreinir höfðu sem sé sagt upp samningum við vinnuveitendur með löglegum fyrirvara og óskuðu eftir dálítilli hækkun á grunnkaupi því, sem um hafði samizt meðan atvinnulífið var í kalda koli 1938 og þó hafði verið lækkað veru- lega með gengisfallinu 1939. Samningar voru. þó í þann veginn að takast um áramótin, er stjórnarvöldin skárust í leikinn og hindruðu frjálsa samninga. Þótti þeim sem dýrtíðin í landinu mundi óviðráðanleg, ef þessar iðnstétt- ir semdu um kaup og kjör eins og venjulega. Aldrei fyrr höfðu þó yfirvöld þjóðarinnar gert ráðstafanir til þess að draga úr dýrtíðinni, enda hafði vísitalan liækkað stöðugt og var komin upp í 177 fyrir desemhermánuð. Fjórir ráðherrar fluttu útvarpsræður með stuttu millibili, þar sem þeim, meðal annars, óx í augum þær kaupgreiðslur, sem sumir iðnað- armenn höfðu fengið fyrir yfir- og næturvinnu árið sem leið, og töldu sjálfsagt, að þeir ynnu svo framvegis og fengju þá meir en nóg fé milli handa. Iðnaðarmennirnir vildu gjarnan sleppa við næturvinnuna, en fá sanngjarnt kaup fyrir venjidegan vinnutíma. Fimm, lieldur fámennar iðnstéttir í Reykja- vík, lögðu niður vinnu. Ráðherrarnir gáfu út bráðahirgðalög, sem hönnuðu verkföll og fyrir- huðu grunnkaupshækkanir, nema með leyfi svo- kallaðs gerðardóms, er ráðherrarnir tilnefndu sjálfir. Iðnaðarmennirnir fóru samt ekki til vinnu sinnar. Blöðin voru ekki prentuð nema að litlu leyli og hiluð skip og tæki lágu óaðgerð. Ýmiskonar vandræði steðjuðu að og stjórnmál- in stóðu svo höllum fæti, að rétt þótti að gefa út bráðabirgðalög, til þess að fresta bæjar- stjórnarkosningum í höfuðstaðnum, þótt þær hinsvegar gætu farið fram í kaupstöðum og kauptúnum, eins og ákveðið hafði verið. Er vinnustöðvunin hafði slaðið fram í byrjun febrúar, tóku aðilar að semja á ný, ýmist upp á eigin spítur eða með samþykki hinna stjórn- skipuðu gerðardómsmanna og vinna hófst aftur. Meiri og minni lcauphækkun virðist hafa átt sér stað lijá hinum óánægðu iðngreinum og sumar munu jafnvel liafa fengið betiá kjör en ef þær liefðu samið á frjálsan hált um ára- mótin. í staðinn fyrir opinbera taxta og samn- inga, semur nú hver fyrir sig og allskonar krókaleiðir eru farnar, til þess að greiða mönn- um kaup í samræmi við kröfur tímans. Með þessum átökum hefir nauðsvn þjóðfé- lagsins á æfðum og dugandi iðnaðarmönnum greinilega komið í ljós. Ætti það að verða þeim mikil hvöt til fullkomnunar í sérgreinum sin- um og samheldni um bættan hag sjálfra sín og þ jóðarhei ldarinnar. Á öðrum stað í þessu hefti er sagt nokkuð frá kaupgreiðslum járniðnaðarmanna í Dan- mörku fyrir stríðið. Sést af því yfirliti að iðn- aðarmenn hera þar nokkru meira úr hýtum en hér. Og mættum við íslendingar gjarnan taka hin Norðurlöndin til fyrirmyndar um skipu- lagningu kaupgreiðslna sem og annarra þátta iðnmálanna. 1

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.