Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 10
Tímarit iðnaðarmanna XV. 1. 1942 urn það umhverfi, sem vér lifum og hrærumst í, og það, sem vér lútum í oss og á. Hús og hús- munir, vélar og tæki, klæði og skæði, matur og drykkur fer mi mest allt um hendur iðnaðar- manna og ber því vitni, hvernig þeir eru. lðn- aðurinn fer eklci aðeins um hendur þeirra, heldur og um huga þeirra. Allur iðnaður á upptök sín í huganum og verður ávallt að fara leiðina frá hug til handar, áður en hann kem- ur á markaðinn.“ „Gerið iðnaðarmennina fullkomna, þá verð- ur iðnaðurinti fullkominn. Hann mun þá birta oss fagrar hugsjónir, skýra hugsun, vilja til að gera hið rétta, og haga hönd, sem er hlýðið verkfæri sálarinnar og endurspeglar vilja hennar. Enginn verður sæll til lengdar nema hann njóti sín í daglegu starfi sínu og finni, að hann geti það, sem lmnn á að gera, njóti krafta sinna. líið milda verkefni lðnaðar- mannafélagsins verður hér eftir að stuðla að þessu.“ „Ég vil flytja félaginu þá afmælisósk, að það megi jafnan vera tígulegt fylkingarbrjóst ís- lenzkrar iðnaðarmannastéttar og hafa að leið- arljósi hin spaldegu orð Stephans G. Stephans- sonar: Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða: hvassan skilning, haga liönd, hjartað sanna og góða. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík lifi lengi." Á eflir ræðunni söng Karlakór iðnaðarmanna „Söng iðnaðarmanna“, sem Davíð Stefánsson liafði ort, en Karl Runólfsson gert lag við. Var söngurinn sunginn þarna í fyrsta sinn. Er lagið og kvæðið prentað á öðrum stað í þessu hefti. Var góður rómur gerður að þessum nýja and- lega dýrgrip iðnaðarmanna, og er lófaklappinu hafði linnt, tók Þorsteinn Sigurðsson, húsgagna- smiðameistari, til máls og mælti fyrir minni Iðnskólans. Hann sagði meðal annars: „Þegar um skólamál heillar, stórrar stéttar i þjóðfélaginu er að ræða, má það vera öllum tjóst, að framkvæmd þeirra mála verður að vera í höndum sérstaklega góðra manna. Þetta hefir Iðnaðarmannafélaginu frá upphafi verið vel tjóst, og hefir því tekizt að fá til forstöðu skólans marga ágæta og nokkra úrvalsmenn, sem með atorku og ósérplægni hefir tekizt að gera úr skólanum fjölþætta menntastofnun, sem þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefir náð góðum árangri.“ „Þegar þess er gætt, að skólinn tekur á móti nemendunum kornungum, að afloknu barna- skólanámi, má það vera flestum tjóst, að þessi skóli er stórfelld uþpeldisstofnun, sem mótar máttarstoðir þjóðfélagsbyggingarinnar á iðn- aðarsviðinu.“ Síðar kom ræðumaður að óskum stéttar- innar: „lðnaðarmannastéttin er fús til að bera sinn hluta byrðanna. Hún vill heilbrigt og klækja- laust samstarf allra stétta. Hún vill fá ítök í fullu hlutfalli við aðra í málefnum ríkis og bæja. Hún vill leggja lið silt hverju því máli, frá hvaða flokki sem er, sem til hagsbóta og menningar er fyrir land og þjóð. Ilún vill upp- ræta flokkahatur og bitlingabrask og gjörnýta krafta þjó ðarinnar.“ „Iðnaðarmenn! Þið hafið ykkar sjálfstæðu skoðanir og skiptizt þar af leiðandi á milli hinna ýmsu flokka. Og fleiri flokka, því mið- ur, en holt er okkar litla þjóðfélagi, ekki sizt á þessum tímum. En hvernig sem því er varið, þái munið eiti: Látið aldrei blint flokksfylgi ela upp starfsþrek ykkar fyrir hagsmuni lands og þjóðar. Það á hverjum þjóðfélagsborgara að vera fyrsta og æðsta boðorðið. Ef svo er hugsað, hygg ég, að forráðamenn þjóðar vorr- ar þurfi ekki að fá frekara Ijós lánað, til að leita að þverrandi virðingu Alþingis Á eftir ræðu sinni flutti Þorsteinn alllangt kvæði. Þar voru þessar hendingar: „Við áfram viljum enn á brattann sækja, og æðstu boð til fósturjarðar rækja, að verma, prýða, byggja, bjart og hlýtt, og búa og skapa landinu eitthvað nýtt.“ Þessum tveim ræðum og söng karlakórsins var útvarpað frá veizlusalnum. Næstur flutti Helgi H. Eiríksson skólastjóri 4

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.