Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 20
Tímarit iðnaðarmanna XV. 1. 1942 Byggingar reykvískra iðnaðarmanna um síðustu aldamót. Kápumyndin er aS þessu sinni gömul og al- kunn. Hún er af byggingum iðnaðarmanna í Reykjavík um síðustu aldamót. „Iðnó“, aðal- lmsið með þrem burstum að Vonarstræti, byggðu þeir árið 1896 og héldu fyrsta fundinn í því fyrir 45 árum, 29. des. 1896. Þeir seldu það 1917, en það er enn þann dag í dag eina leik- hús borgarinnar og aðalsamkomuhús. Svona stórluiga og framsýnir voru iðnaðarmenn 30 kr. á livern nemanda á ári. Bæirnir leggja eitthvað af mörkum, sennilega svipaða upphæð. Líklega fæst dýrtíðaruppbót á framlag ríkis- sjóðs, svo að telja verður að ríkið leggi sem stendur 55 kr. árlega eða i 4 ár 220 kr. alls til skólanáms hvers iðnaðarmanns. Að öðru leyti kosta þeir það sjálfir og allt verklega námið. Engin námskeið, ekki einu sinni fræðandi fyr- irlestrar, eru lialdnir fyrir iðnaðarmenn. Út- varpið, sem þó flytur silt af hverju, virðist vera allt of gotl til þess að ympra á fróðleik fyrir iðnaðarmenn. Að vísu veilir ríkið 6.000.00 kr. árlega til verklcgs framhaldsnáms erlendis. Það verða 40 kr. á hvern af þeim 150 iðnaðarnem- endum, sem útskrifast árlega að meðaltali, eins og nú er háttað nemendafjöldanum. Árið 1945 eiga að útskrifast um 250 iðnnemendur á öllu landinu. Verði þessari upphæð haldið óbreyttri, g'eta 6 þeirra, eða fertugasti hlutinn, fengið við- unandi (kr. 1.000.00) ulanfararstyrk. Minna getur það naumast verið. Til samanburðar við framlag ríkis og bæja til menntunar iðnaðarmanna, má geta þess, að til gangfræðaskólanáms í 2 vetur leggur ríkið hverjum nemanda, eins og nú er háttað verð- lagsuppbót, alls kr. 350.00 og bæjarfélögin 630.00 kr. Flestir munu telja, að útlærður iðn- nemandi sé efnilegri þjóðfélagsþegn en nútíma gágnfræðingur. En hvers vegna vill þá ekki þjóðfélagið styðja að menntun hans eins og gagnfræðingsins? Reykjavíkur fyrir hálfri öld. Átta árum siðar, eða 1904, reistu þeir Iðnskólahúsið á horni Von- arstrætis og Lækjargötu. Turn þess og nokkur hluti sést á myndinni lengst til vinstri. Svona störfuðu ungir iðnaðarmenn í Revkja- vík fyrir 40 árum. Þeir sáu hvers framtíð þeirra þurfti mest með og öfiuðu þess með samheldni, dugnaði og djörfung. Að störfum þessara manna hafa hinir yngri búið alltaf síðan. En hvað liafa þeir svo sjálfir gert fyrir sína eigin framtíð og eftirkomend- anna? Hafa þeir haldið brautryðjendastarfi aldamótamannanna áfram? Ýmislegt nytsamt hafa þeir aðhafzt, bæði i eigin félagsmálum og ahnennum velferðaratriðum. En þá vantar ein- ingu og áhuga, fórnfýsi og djörfung. Samkomu- húsið þeirra er selt, skólahúsið alltof lilið. Stór lóð hefir staðið óbyggð og arðlaus fjölda ára. Félagsfundir eru jafnan fámennir. Félagslund og frítímum virðist lielzt varið í kaupdeilur. Nú eru nýafstaðnar kaupdeilur hjá 5 eða 6 iðn- greinum í Reykjavík. Sveinarnir vildu fá meira kaup. Meistararnir, vinnuveitendurnir, vörðust hækkun. Báðir hafa sennilega nokkuð til síns máls, en hvorugur hreyfir hönd eða luiga til þess að gera það, sem nauðsynlegasl er: Að auka, frá því sem áður hefir verið, menntun hinna uppvaxandi iðnaðarmanna, svo að þeir afkasti sem mestri vinnu með minnstu erfiði og skili einungis ágætum iðnaðarvarningi. Fórnfýsi og áhuga reykvískra iðnaðarmanna fyrir stétt sinni og gengi þjóðfélagsins i heild, virðist hafa farið stórlega aftur hina síðari ára- tugi, meðan tækjunum, sem þeir vinna með, hefir farið stórlega fram og kröfur um hraða og nákvæmni í störfum hefir margfaldazl. Væri ekki tími lil þess kominn að hrista af sér mókið og sérgæðingsháttinn og hefja vak- andi samstarf í anda Magnúsar Benjaminsson- ar og annarra aldamótamanna? 14

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.