Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 21
Tímarií; iðnaðarmanna XV. 1. 1942 Frá Alþingi. í iðnaöarnefnd neðri deildar eru þessir þingmenn: Emil Jónsson, Eiríkur Einarsson, Bjarni Ásgeirsson, Pálmi Hannesson og Jóhann G. Möller. 1 iðnaðarnefnd efri deildar: Páll Hermannsson, Bjarni Snæbjörnsson og Erlendur Þorsteinsson. HiS merkasta, sem fram hefir komiS á þessu Al- jjingi, varðandi iSnaðarmenn, er frumvarp til hreyt- ingar á Tollskránni, þar sem gert er ráð fyrir, að felldur verði niður tollur á ýmsum nauðsynjavörum, svo sem flestöllu byggingaefni, sementi, timbri, steypustyrktarjárni, liúspappa, gólfdúkum o. fl., efni til skógerðar, skófatnaði, járni lil hverskonar smíða og nokkrum fleiri vörum. Jafnframt er ákvæði i frumvarpinu um það, að verðtoll af flutningsgjaldi aðfluttra vara skuli aðeins greiða til 1. júni 1943. Flytjendur þessa frumvarps eru alþingismennirnir Erlendur Þorsteinsson og Sigurjón Á. Ólafsson, báSir í Alþýðuflokknum. Frumvarpið er vel stutt með greinargerð. Þar segir: „Það er ljóst, að í baráttunni gegn dýrtíðinni, sem nú er mest talað um og allir þykjast vilja vera að- ilar að, munu tollalækkanir vera eitt öflugasta vopn- ið, eins og siðar mun að vikið. Hefir þetta beinlínis verið viðurkennt af löggjáfanum með samþykkt nú- gildandi heimildarlaga um ráðstafanir gegn dýrtiö- inni, þar sem ein grein þeirra gerir ráð fyrir niSur- felling tolla á nokkrum nauðsynjavörum“. Þá eru á ný borin fram frumvörp um raforku- sjóð og rafveitur ríkisins. Fram er komin þingsályktunartillaga um að rann- saka möguleika til og kostnað viS að koma upp verksmiðju lil að hreinsa og herða síldarlýsi. Frumvarp til breytingar á lögum um Brunahóta- félag íslands er fram komið, þar sem gert er að skyldu, að tryggja allar húseignir í kaupstöðum og kauptúnum, þar með talin hús í smíðum, livort sem þau eru eign einstakra manna, félaga eða opinberar eignir. Sömuleiöis er skylt að tryggja í félaginu öll hús utan kaupstaða og kauptúna, nema gripahús, hlöður og geymsluhús á sveitahæjum, sem ekki eru áföst íbúðarhúsunum. Frumvarpið er borið fram að tilhlutun atvinnu- málaráðuneytisins og Ijví fylgir greinargerð frá for- stjóra Brunabótafélags íslands. Þá er komið fram frumvarp til breytinga á alþýðu- tryggingarlögunum. Ennfremur má nefna frumvarp til laga um FramkvæmdasjóS rikisins. Hlutverk hans á að vera að veita fé til nauðsynlegra framkvæmda í þarfir atvinnuveganna, að styrjöldinni lokinni. Sjóðnum eru ætlaðar 3/5 hlutar tekjuafgangs ríkis- ins, hvort árið 1941 og ’42, þó aldrei lægri upphæð en 6 miljónir króna. Á Alþingi mun svo verða tekið upp frumvarp til laga um iðnskóla, sem lá fyrir þinginu i fyrra- vetur og ö. iðnþingið hafði til meSferðar i haust sem leið. Á fjárlögum er ætlað eins og áður kr. 17.000,00 til allra iðnskólanna. Kr. (i.000,00 til verklegs fram- haldsnáms erlendis og kr. 10.000,00 til Landssam- bandsins. Frá ritstjóranum. Útkoma þessa 1. heftis 15. árgangs hefir dregizt óvenjulega lengi af ýmsum ástæðum. Fyrst og fremst er alltaf mikið staut við að safna auglýsingum i aukakápuna og svo hefir dráttur orSið á að fá nöfn og heimilisföng þeirra félaga innan Sambandsins, sem afgreiðslan á að senda það lil frá sér. Auk þessa er mikið annríki í prentsmiðjum og myndamóta- gerðum. Þetta afsaka lesendur vonandi ailt saman, sér- staklega þegar hægt er að segja þeim, að 2. heftið er einnig í prentun og verður sent út um næstu mánaðamót. ÞaS flytur mikinn fróðleik um múrara- iðnina i Reykjavík og myndir af mörgum forvígis- mönnum hennar þar. Þriðja heftið er einnig í undirbúningi, og í því verða fréttir frá sambandsfélögunum, iðnskólunum, skýrsla um byggingaframkvænulir í Reykjavik árið sem leið, grein um ódýrar byggingar á Akureyri og fræðigrein um beygingu járnröra. Annars ættu iðnaðarmenn að senda ritinu meira af fróðleik og fréttum en þeir gera. Þeir ættu líka að ræða í því áhugamál sín, kvarta yfir því, sem miður fer, og segja frá því, sem þeir vita um að vel hefir tekizt og er öðrum til fyrirmyndar. Þá fyrst verður TímaritiS lifandi málgagn stéttarinnar, sem aldir og óbornir vilja eiga og lesa. Frá þessum áramótum verður ritið sent öllum fé- lagsmönnum innan Landssambandsins. Upplag þcss vex því nokkuð, en auk félagsmanna kaupa það um 400 manns. Sú kaupendatala gæti þó verið miklu hærri og ætlu félagsmenn að leggja sig fram um að útvega því nýja, skilvísa kaupendur. Með því bæta þeir hag ritsins og útbreiða sjónarmið iðnaSarmanna og þann fróðleik, sem þeim er hollur. Sökum sí- liækkandi útgáfukostnaðar liefir áskriftargjaldið orð- ið að hækka upp í 10 kr. og er það þó lágt verð, samanborið við það, sem bækur kosta hér á landi. Enn er dólítið lil af Timaritinu frá byrjun. Þó er uppgengið 1. hefti 12. árgangs, og ættu þeir, sem ekki ætla sér að halda ritinu saman, að senda af- greiðslunni það fyrir góða borgun. 15

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.