Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 15
Tímarit iðnaðarmanna XV. 1. 1942 settir í, liafði 139,6 d. au. í lágmarkslaun, en fengu að meðaltali 190,7 au. í Kaupmannahöfn, en utan Kaupmannahafnar var meðallágmarks- kaup þeirra 120,1 d. au., en fengu 160,6 au. Rafvirkjcir í Kaupmannahöfn höfðu 126 au. lágmarkskaup, en fengu fyrir ákvæðisvinnu 221 d. au. og tímavinnu 161,6 d. au., en að meðal- tali 179,7 d. au., 30,5% vinnunnar var unnin í ákvæðisvinnu. Y miskonar trésmiðir í Kaupmannahöfn höfðu að meðaltali 126,3 d. au. í lágmarkslaun, en fengu að meðaltali 185,9 d. au. 56,3% var unnin í ákvæðisvinnu og tímakaupið þá 197,2 d. au., en annars 171,2 d. au. Hjá sambandinu unnu alls 25,524 faglærðir íðnaðarmenn við 1574 fyrirtæki. Meðallág- markstímakaupið var 118,9 d. au., en greitt var 172,3 d. au. 52,9% af allri vinnunni var unnin í ákvæðisvinnu og meðaltímakaup þá 189,4 d. au., en annars 153,1 d. au. Ól'aglærðir starfsmenn lijá sama sambandi voru 12.355 lijá 560 fyrirtækjum. Meðallág- markskaup þeirra 104,2 d. au., en greitt var 143 d. au. að meðaltali. 38,4% unnu þessir menn í ákvæðisvinnu og höfðu þá 166,4 d. au. unr klst., en annars 128,4 d. au. Auk þess, sem skýrsla sambandsins gefur glöggt lil kynna, hvaða kaupgjald hefir verið greilt við ýmiskonar járniðnaðarvinnu i Dan- mörku 1938, ber hún það með sér að fyrirtæk- in hafa frjálsar liendur um að greiða starfs- mönnum tímakaup eftir daugnaði þeirra og af- köstum, þar sem meðaltímakaupið, sem greitt er, er 29% Iiærra en lágmarkskaupið. Ennfrem- ur sést, að vinnuveitendur láta meira en helm- ing vinnunar „á akkorð" og horga hana svo vel, að starfsmennirnir fá 60% hærra mn klst. en lágmarkskaupið er og 24% hærra en meðal- liinakaupið. í samningi milli járnsmiða og vinnuveitenda er þessi klausa á eftir grein um lágmarkskaupið: „Laun hinna duglegri og trúnaðarstarfs- manna má vinnuveitandi (eða fulltrúi lians) og vinnuþiggjandi ákveða án íhlutunar fagfélags- ins eða meðlima þess“. 20. gr. samningsins hljóðar svo: „Aldraðir og heilsuveilir starfsmenn, og þeir, sem ekki hafa fulla starfsorku vegna örkumla, mega vinna fyrir minna en lágmarkslaunin, eftir samkomulagi milli vinnuveitanda og við- komandi vinnuþiggjanda. Sumarfrí er ákveðið 6 virkir dagar og er bundið við að starfsmað- urinn hafi unnið 2250 klukkustundir um árið, sem talinn er liinn raunverulegi vinnutími, þeg- ar allir fridagar eru frádregnir“. Af skýrslu málmiðnaðarsanibandsins og hin- um tilgreindu lagaákvæðum má sjá, að þótt lágmarkskaup sé ákveðið, eru kaupgreiðslur all frjálsar og virðast almennt mun hærri en lág- markskaupið. Og það er óneitanlega mjög eftirtektarvert, að meðaltímakaupið, seni danski járniðnaður- inn hefir greitt 1938, er í ísl. kr. mun hærri en það, sem greitt var hér á landi, en verð dansks járniðnaðarvarnings, sem liingað fluttist þá, þó miklu lægra en hér. Liggur ekki þetta misræmi i slæmri aðstöðu hér og lélegri skipulagningu vinnunnar? Væri mikil þörf á að athuga þetta mál rækilega. Einnig er það mjög eftirtektarvert, hve mik- ill hluti járniðnaðarvinnunnar er unninn i á- kvæðisvinnu. Einstaka greinar hennar svo að segja alveg og að meðaltali rúmur helmingur liennar, og fyrir liana er greitt það riflega, að timakaupið getur orðið allt að lielmingi hærra en lágmarkskaupið. Hér á landi liefir mjög lítið af iðnaðarvinnu verið unnið í ákvæðisvinnu. En sannarlega væri tími til þess kominn að athuga, hvort ekki væri liægt að auka ákvæðis- vinnu að mun í iðnaðinum. — Enginn vafi er á, að það mundi auka vinnuafköstin stór- lega, en á þvi ríður ineira en flestu öðru. Mundi jiá sparast verulega hin geysilega yfirvinna, sem nú er unnin. ÖIl hin Norðurlöndin hafa ákvæðistaxta á flestöllum verkum innan iðnaðarins og láta vinna meira og minna eftir þeim. Því skyldi jiessi greiðslumáti ekki einnig heppilegur hér á landi? Landssambandið liefir aflað sér mikils af slikum töxtum og starfssamningum. Verður sagl frá þeim nánar síðar. 9

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.