Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 16
Tímarit iðnaðarmanna XV. 1. 1942 Hunótfur Guðjómson. Runólfur Guðjónsson. 23. febr. s.l. andaðist liér í bænum Runólfur Guðjónsson, bók- bandsmeistari. Banamein lians var bcilablóðfall. Hann var fæddur i Hjörsey á Mýr- um 7. apríl 1877. Fluttist hann til Reykjavíkur 1899, nam bók- bandsiðn hjá Ar- inbirni Svein- bjarnarsyni og vann siðan bjá honum sem sveinn til ársins 1907. Fyrir orð forráðamanna Landsbókasafnsins og Þjóðskjalasafnsins fór liann utan til þess að læra nýjustu aðferðir við band og aðgerðir á gömlum og skemmdum handritum og bókum, en j)á sérgrein í bókbandsiðn bafði enginn lært á undan lionum hér á landi, en söfnunum mikil þörf á manni, er kunni slíkt. 1908 réðist Run- ólfur sem fastur starfsmaður á bókbandsvinnu- stofu Landsbóka- og Þjóðskjalasafnsins, er stofnsett var á j)ví sama ári. og var forstöðu- maður bennar til dauðadags. Vann bann að jafnaði 9 mánuði ársins fyrir Landsbókasafnið, en 3 mánuði fyrir Þjóðskjalasafnið. Runólfur var góður bókbindari, starfsglaður og vinnusamur með afbrigðum, sérstaklega samvizkusamur og skyldurækinn. Hann var fé- lagslyndur maður, og skrásettur i Iðnaðar- mannafélagið í Revkjavík 1926, og sat jafnan fundi jiess og lióf, þegar þau voru haldin. Um áhugamál iðnaðarmannastéttarinnar fannst honum gott að tala. Hann fylgdist vel með öllum dægurmálum og hversdagsviðburðum stjórnmálanna, en í þeim málum hafði hann fastar og ákveðnar skoðanir. Ilann var vinsæll maður af stéttarbræðrum sínum og að mörgu leyti fyrirmynd innan sinn- ar stéttar. Þorleifar Gunnorsson. 10 Jóakim Jóakimsson trésmíðameistari. Fæddur 17. sept. 1852. Dáinn 5. febr. 1942. Margur blómleg- ur og mikilhæfur mannkvistur liefir sprottið i Þingevjar- sýslum, og í jieirra hópi eiu áreiðan- lega Árbótarsyst- kinin, enda var til peirra vitnað um dugnað og myndar- skap á blómaskeiði þeirra. Jóakim fluttist úr ættbyggð sinni að- eins 22ja ára gam- all, mótaður af dvöl sinni á Hallgilsstöðum bjá Tiyggva Gunnarssyni, siðar bankastjóra, og jieirri framfaraöldu, sem j)á var vakin um land allt, en reis bæst í Þingeyjarsýslu, eða réttara sagt í Mývatnssveit. Að þessari öldu stóðu í fremstu röð nánir ættmenn bans, vinir og frændur margir, eins og j)að er orðað í fornum sögum. Orsökfn til j)ess, að Jóakim yfirgaf ættbyggð sína' og leitaði sér staðfestu á ísafirði, mun ef- laust sú, að Helga, systir bans, bafði tveimur árum áður setzt að í Hnífsdal og lieitbundizt þar merkismanninum Páli Halldórssyni, út- vegsbónda í Heimabæ. Var alla æfi ástúðlegt með þeim systkinunum, Helgu og Jóakim. Þeg- ar bún skrifaði lieim frá nýja verustaðnum, Iiefir hún eflaust lýst viðhorfinu þar og litizl svo til, að veslur í fjörðum væri bjargvænlegt fyrir ungan, kappsaman og staðfastan mann. Svo fluttist bróðirinn til binna nýju átlhaga þjóðhátíðarárið 1874. Varð þar merkismaður á marga lund og skipaði sitt rúm með sæmd og prýði. Hinn glæsilegi Þingeyingur flutti með sér nýjar skoðanir. Þær áttu marga samherja á Vestfjörðum, en þó einnig andstæðinga, sem ekki vildu láta aðskotninga stíga yfir höfuð sér. Jóakim Jóakitnsson.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.