Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 22
Tímarit iðnaðarmanna XV. 1. 1942 Hitt og þetta. Jarðarfararsjóður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Þegar iðnaðarmenn vilja sýna vinum sínum samúð við fráfall æltingja þeirra, ættu þeir að minnast þes.sa sjóðs, sem styrkir fátækar ekkjur og börn. Helgi Guðmundsson málarameistari, Seljavegi 27 (sími 3874) gefur allar nánari upplýsingar. Samvinna í iðnaði. „Tíminn“ telur i 2. tbl. sínu, að „hin nýlokna vinnustöðvun í ýmsum iðngreinum liljóti að vekja þá spurningu, hvers vegna fyrirtæki, svo sem prent- smiðjur, járnsmiðjur, vélsmiðjur o. s. frv., gætu ekki verið samvinnufyrirtæki", því að þá væri við engan að deila um gróðann. Hugmyndin er athyglisverð. En hvers vegna eru ekki starfsmennirnir við sauma- stofur og hin mörgu iðn- og iðjufyrirtæki S.Í.S. og K.E.A. o. fl. samvinnufyrirtækja látnir liafa hlut- deild í gróða hvers þessara iðnfyrirtækja og þá líka íhlutun um stjórn þeirra? Þar mun þó ekki vanta félagsþroskann, eins og blaðið gefur í skyn, að vanti hjá iðn- og iðjurekendum. „Viðfangsefni þjóðarinnar“. Undir þessari 3ja dálka fyrirsögn birtir Timinn 3. marz 1942 „ályktanir aðalfnndar miðstjórnar Framsóknarflokksins 19.—26. f. m.“. Ályktunin er í 8 liðum, sem eru 8 feitíetraðar tveggja dálka linur tii jafnaðar. Sjötti liðurinn ldjóðar um iðnaðinn í land- inu, er 4% úr linu og liljóðar svona: „Hafinn sé undirbúningur að auknum iðnaði í sveitum og sjávarþorpum, þar sem beppileg skil- yrði eru talin til slíkra framkvæmda. Jafnframt sé ungu fólki gefinn kostur á að búa sig undir þau störf, sem aukin iðja í landinu hefir i för með sér.“ Það þarf sem sé ekki að skipta sér af iðnaðinum annars staðar en „í sveitum og sjávarþorpum". En hvernig ber að skilja siðari málsgreinina? Iðnráð Hafnarfjarðar. Um áramótin var kosið nýtt iðnráð í Hafnarfirði, eins og vera bar. Skipa það fulltrúar fyrir 15 iðn- greinir. í framkvæmdastjórn voru kosnir: Formaður: Guðjón Magnússon, skósmíðameistari. Varaformaður: Jóh. Ól. Jónsson, járnsmiðameistari. Aðalritari: Magnús Kjartansson, málarameistari. Fundaritari: Vigfús Sigurðsson, húsasmiður. Féhirðir: Enok Helgason, rafvirkjameistari. 16 Leiðrétting. I grein um Bílasmiðafélag Reykjavíkur í síðasla hefti 14. árg. var sagt, að félagið hefði gengið í Landssambandið síðastliðið sumar, en átti að vera sumarið 1940. Var þá Tryggvi Árnason formaður félagsins. Tillögur um framfaramál. Á þessum erfiðu, en að öðru leyti heillandi timum, hugsa flestir aðallega um það, að afla sem mestu fé á líðandi stnnd. Þó eiu til framsýnir menn, sem reyna að sjá hvers með muni þurfa að stríðinu loknu. Iðnaðarmenn eru þess fullvissir, að þeirra verðui mikil þörf þá, ekki síður en nú. Sérstaklega mun þurfa að byggja mikið af húsum og skipum, til að halda undirstöðu atvinnulífsins i landinu tryggri. Við þurfum ætíð mikið að flytja til og frá landinu og nú þegar er flutningatregðan mjög tilfinnanleg. Iðn- aðinum er nauðsynlegt, að efnisflutningurinn gangi greiðlega til landsins, og ekki má standa á að afia fiskjarins og flytja hann og aðrar afurðir á erlend- an markað. Tvær af tillögum almennings hafa nýlega verið ræddar í blaðinu Þjóðólfi, sem eru á þessa leið: „Að ríkisstjórnin , fyrir milligöngu sendifulltrúa síns i Stokkhólmi og annarra góðra manna i Svi- þjóð, leitist fyrir um samninga við Svía uni að þeir byggi nú þegar mörg fiskiskip hentugrar stærðar fyrir íslendinga. Að Eimskipafélag íslands auki að nýju höfuðstól sinn með hlutafé, eða taki stór lán til langs tíma með almennu útboði og leiti þegar samninga við Svia um miklar skipasmíðar fyrir félagið, þar á meðal um smiði á stóru og hraðskrciðu frystiskipi til fiskflutn- inga af íslandsmiðum til markaðslandanna.“ Frjálshuga og framsýnir iðnaðarmenn taka undir þessar tillögur, þótt ekki sé hægt að ræða þær ítar- lega liér. Flutninga- og farþegaskip vanta itlfinnan- lega. Góð fiskiskip getum við að vísu smiðað sjálfir og verðum að undirbúa okkur með að geta byggl öll okkar smærri skip áður en langt um líður. En á meðan á þeim undirbúningi stendur er sjálfsagt að nota fyrsta og bezta tækifærið lil að tryggja útgerð- inni góð skip. En jafnframt þarf að æfa islenzka skipismiði og afla þeim góðra áhalda. Timarit iðnaðarmanna kemur út i 6 heftum á ári. Verð árg. kr. 6.00. Greiðist við útkomu 3. lieftis. Ritstjóri Sveinbjörn Jónsson, Pósth. 491. Simi 2986. Afgreiðslu liefir skrifstofa Landssambands iðnaðar- manna, Kirkjuhvoli, simi 5363. Prentstaður Herberlsprent, Bankastræti 3, simi 3635.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.