Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 19

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 19
Tímarit iðnaðarmanna XY. 1. 1942 Staðnæmzt við tímamót. Þjóðir, félög og einstaklingar hafa frá ómuna- tíð við hátíðleg tækifæri gert sér dagamun, litið um öxl og rifjað upp það, sem gert hefir verið á liðnum árum, livað unnizt liefir og tapazt i baráttu lífsins á umliðnum tíma. Jafnframt er reynt að skyggnast inn i ókomna tímann, hvetja til dáða, treysta samtök og liefja sókn. Iðnaðarmannafélagið i Reykjavík liefir ný- verið, eða 3. febrúar s.l. á 75 ára afmæli fé- lagsins, gert sér og gestum sínum slíkan daga- mun. Boðið var til hófs þessa nokkrum völd- um gestum, þar á rneðal iðnaðarmálaráðherra, sem nú er hr. Jakob Möller, og borgarstjóra Reykjavíkur. Hvert sæti var skipað i liófi þessu, að undanskildum einum stól, sem auður stoð af þeim ástæðum, að hvorki var þakkað eða af- þakkað boðið og stólnum því ekki ráðstafað. Auðir stólar eru illa litnir af þeim, sem gest- risni sýna og þó sérstaklega, þegar stóllinn stendur við báborðið og vænzt er þaðan and- legrar orku: hvatningar um þegnskap og sam- starf. Andlegri orku má þó miðla, þó að stóll- inn standi ónotaður, þess höfum við mörg dæmi, og það nærtækasta frá 30 ára afmæli íþróttasambands íslands, er bæði forsætisráð- berra og ríkisstjóri sendu ávörp. En ekki einu III. Sýslur og kauptún. Alls. Árnessýsla ................................. 10 Gullbr. og Kjósarsýsla ...................... 8 Barðastrandarsýsla .......................... 7 Mýrasýsla ................................... 3 ísafjarðarsýsla ............................. 3 Snæfellsnessýsla............................. 2 Suður-Múlasýsla ............................. 2 Húnavatnssýsla .............................. 1 Eyjafjarðarsýsla ............................ 1 Samtals 37 Verður samkvæmt þessu að telja, að iðnnemendur á öllu landinu hafi um s.I. áramót verið rétt um 600. Reykjavik, 20. marz 1942. F. h. Iðnaðarfulltrúanna, Kristjón Kristjónsson. sinni stutt símskeyti barst frá „æðri stöðum“ á hinum merkasta tyllidegi iðnaðarstéttarinn- ar í Reykjavík. Iðnaðarmenn þakka borgarstjóra Reykjavík- ur þann skilning, sem liann í ræðu sinni við þelta tækifæri sýndi helgasta áhugamáli þess- arar stéttar, skólamálinu, og vænta þess, að ekki verði lengi látið standa við orðin tóm. Ég fyrir mitt leyti lít ekki á orð borgarstjóra við nefnt tækifæri sem ginnandi agn til stéttarinnar, er ganga á til kosninga. Ríkisstjórninni, en þó sérstaklega iðnaðar- málaráðlierra, var gefið tækifæri til að sýna hug sinn til iðnaðarstéttarinnar. En stóllin stóð auður. Boðið var ekki einu sinni virt svars. Ríkisstjórnin vildi ekkert af því vita, að iðn- aðarmannastéttin í landinu væri 75 ára. En menntun iðnaðarmanna og skólabyggingarmál þeirra er ei að síður nauðsynjamál allrar þjóð- arinnar, og um það stendur öll iðnaðarstéttin sameinuð. Þorsteinn Sigurðsson. Iðnnmendafjöldinn í landinu. Á öðrum stað í þessu hefti er skrá Iðnaðar- fulltrúa yfir iðnaðarnemendur i landinu um síðustu áramót. Eru þeir um 600 alls og þar af rúmlega helmingur í Reykjavík. Svarar þetta lil þess, að 150 nemendur bætist við árlega, því að námstími í flestum iðngreinum eru 4 ár. Fjölgunin hefir þó verið langtum mest siðasta árið eða um 260 alls. Virðist nú ekki þörf á þvi að nöldra lengur um það, að iðnaðurinn sé lok- aður fyrir ungu mönnunum, ]jó að sumar iðn- greinarnar gætu kannske bætt við eitthvað fleiri nemendum, á meðan verið er að vinna upp kyrrstöðurnar frá kreppuárunum. Ræði Morgunblaðið og Tíminn reyndu að gera þetta gamla „lokunarmál“ að númeri fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar i Reykjavík, enda er flest notað í þeim „djöfladans“, sem ætið er stig- inn hér um kosningar. En hvað gera stjórn- málaleiðtogarnir fyrir nám og menntun iðn- aðarmanna yfirleitt? Á fjárlögum eru veittar alls 17.100 kr. til iðnskólanna allra, eða tæpar

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.