Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1942, Blaðsíða 17
Tímarit iðnaðarmanna XV. 1. 1942 En Jóakim var enginn veifiskati og varði sitt rúm ákveðinn og stundum óvægilega, enda var það skapgerð Jians að treysta meira á manndóm sinn en miskunnsemd annarra. Merkasta æfiverk Jóakims Jóakimssonar er forgöngustarf hans að stofnun Iðnaðarmanna- félags ísfirðinga. Að vísu áttu aðrir, svo sem Jóhannes prentari Vigfússon, gildan þátt í þeirri forgöngu, en Jóakim varð í framkvæmdinni að- alafltaugin í félagslífi ísfirzkra iðnaðarmanna um fullan aldarfjórðung og um flest fulltrúi þeirra í opinberum störfum. Eftir 1910 fór Jóakim smátt og smált að draga sig i hlé. Fram undir þann tíma hafði hann verið aðalliúsa- smiðurinn, ekki eingöngu á ísafirði, heldur einnig í nálægum sveitmn. Nú tóku yngri kraft- ar við þeim smíðmn og Jóakim sneri sér þá að verkstæðisvinnu; og á fyrri heimsstyrjaldarár- unum rak hann jafnframt verzlun. Smíðarnar inni sótti hann af kappi. Oftast var hann kom- inn til vinnu kl. 7 árdegis, hvort heldur að vetri eða sumri, og mörg varð honum smíðaskorpan allt fram yfir sjötugt. Eftir það fór að draga úr vinnuþrékinu, sem þó entist að nokkru allt fram á síðustu ár. Fyrir störf sín og strit ávann Jóakim sér virð- ingu samborgara sinna. Hann varð brátt efna- lega sjálfstæður. Enginn umbrotamaður, lield- ur faslheldinn um sitt og fjarri því að leggja í áhættu með öðrum, enda sagði hann einu sinni, er til varð rætt, að hann vissi ekki til að neinn liefði tapað á sér krónuvirði eða meira. Hann hefði goldið hverjum sitt. Æviatriði Jóakims Jóakimssonar eru í stuttu máli þessi: Hann var fæddur 17. sepl. 1852 að Syðri-Tungu á Tjörnesi. Foreklrar hans voru: Jóakim Jóakimsson og Guðný Magnúsdóttir. Fluttust þau hjón búferlum að Árbót i Aðaldal 1856 og þar bjuggu þau til æfiloka. Tók Páll sonur þeirra síðan við jörðinni. 17 ára gamall réðist Jóakim til Tryggva Gunnarssonar, síðar bankastjóra, en þá hónda að Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, til trésmíða- náms og lauk því með loflegum vitnisburði. 1874 fluttist Jóakim til ísafjarðar og átti þar siðan heima til dauðadags. 1879 kvæntist hann Maríu Sigríði Kristjánsdóttur systurdóttur Ás- geirs Ásgeirssonar skipherra og kaupmanns; stofnanda Ásgeirsverzlunar. Átlu þau þrjú börn. Tvö dóu í æsku, en á lífi er Trygyvi, kaupmað- ur á Isafirði. Siðar kvæntist Jóakim þrisvar, en átti engin börn með síðari konum sínum. Jafnframt iðn sinni gegndi Jóakim ýmsum opinberum störfum. Hann átti sæti í bvggingar- nefnd ísafjarðar um 40 ára skeið og var virð- ingamáður húseigna likan eða lengri tíma. Hafði forgöngu um stofnun Iðnaðarniannafélagsins og varð fvrsti formaður þess. Lét almenn mál jafn- an til sín taka, ekki sízt í hinum alkunnu Skúla- málum. Var Jóakim þá einn af fremstu styrkt- armönnum Skúla og gerðist þá blaðaútgefandi. Komu út tvö tölublöð í smáu broti af Við og við — svo bét blaðið — og mun nú vera ófáanlegt. í bæjarsljórn, niðurjöfnunarnefnd og sóknar- nefnd átti Jóakim einnig sæti. Var bann skyldu- rækinn í öllum störfum sínum. Minning Iians mun lengi lifa á ísafirði. Ekki eingöngu sem æfintýri umkomulausa þingeyska piltsins, sem ruddi sér framabraut á fjarlægum slóðum, beld- ur líka þess borgara, sem skildi og mat sérein- kenni Vestfirðingsins og unni fölskvalaust hin- um bröttu fjöllum og blómlegu, þröngu dölum umhverfis Isafjörð. Og bæinn vildi hann liefja, bæði lit á við og inn á við, því að hann vildi ekki lifa metnaðarlaust. Sé honum þökk fyrir unnin störf. Arngr. Afhending sveinsbréfa í Reykjavik. Iðnaðarmannafélagið hefir gengizt fyrir þvi, að sveinsbréf í Reykjavik væru afhenl með hátiðlegri athöfn tvisvar á ári. Fór sú fyrsta afhending fram vorið 1941, eins og frá er sagt í 2. hel'ti Tímaritsins 1941. Síðastliðið haust gat eklci orðið af þessari at- höfn sökum þess, hve fá sveinspróf höfðu verið tek- in. En formaður félagsins biður þess getið, að næsta hátíðlega afhending sveinsbréfa í Iteykjavík fari fram á vori komanda, og að þá verði afhent öll þau sveins- bréf, sem tekin hafa verið frá því að fyrsta afhend- ing fór fram vorið 1941.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.